Risasigur Vals í fyrsta leik

Elín Rósa Magnúsdóttir sækir að marki ÍR í dag.
Elín Rósa Magnúsdóttir sækir að marki ÍR í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Val­ur vann gríðarlega sann­fær­andi 33:12-heima­sig­ur á ÍR í fyrsta leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts kvenna í hand­bolta á Hlíðar­enda í dag.

Þrjá sigra þarf til að fara í úr­slit og mæt­ir sig­urliðið í ein­víg­inu annað hvort Hauk­um eða Fram í úr­slit­um.

Úrslit­in voru ráðin eft­ir 20 mín­út­ur en þá var staðan orðin 13:1 fyr­ir Val. Voru hálfleikstöl­ur 20:3 og aðeins spurn­ing um hve stór sig­ur­inn yrði.

ÍR-ing­ar spiluðu bet­ur í seinni hálfleik en for­skoti Valsliðsins var aldrei ógnað og stefn­ir í óspenn­andi ein­vígi ef næstu leik­ir verða fram­hald af leikn­um í dag.

Mbl.is fylgd­ist með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu sem nálg­ast má hér fyr­ir neðan.

Val­ur 33:12 ÍR opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert