Valur vann gríðarlega sannfærandi 33:12-heimasigur á ÍR í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta á Hlíðarenda í dag.
Þrjá sigra þarf til að fara í úrslit og mætir sigurliðið í einvíginu annað hvort Haukum eða Fram í úrslitum.
Úrslitin voru ráðin eftir 20 mínútur en þá var staðan orðin 13:1 fyrir Val. Voru hálfleikstölur 20:3 og aðeins spurning um hve stór sigurinn yrði.
ÍR-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en forskoti Valsliðsins var aldrei ógnað og stefnir í óspennandi einvígi ef næstu leikir verða framhald af leiknum í dag.
Mbl.is fylgdist með gangi mála í beinni textalýsingu sem nálgast má hér fyrir neðan.
Valur | 33:12 | ÍR |
Opna lýsingu ![]() ![]() |
![]() ![]() |
---|---|---|---|---|
60. mín. Leik lokið Risasigur Vals í dag. Vonandi verða næstu leikir jafnari. Spilamennska ÍR var mun skárri í seinni. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |