Afturelding tryggði sér oddaleik

Valsmaðurinn Róbert Aron Hostert reynir skot að marki Aftureldingar.
Valsmaðurinn Róbert Aron Hostert reynir skot að marki Aftureldingar. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Aft­ur­eld­ing hafði bet­ur gegn Val, 29:26, í fjórða leik liðanna í undanúr­slit­um Íslands­móts karla í hand­knatt­leik að Varmá í Mos­fells­bæ í kvöld. Aft­ur­eld­ing knúði þannig fram odda­leik.

Staðan í ein­víg­inu er 2:2 eft­ir fjóra heima­sigra í röð. Odda­leik­ur­inn fer fram á Hlíðar­enda næst­kom­andi föstu­dags­kvöld þar sem ræðst hvort liðið mæt­ir Fram í úr­slita­ein­víg­inu um Íslands­meist­ara­titil­inn.

Eft­ir jafn­ræði til að byrja með náði Aft­ur­eld­ing að slíta sig aðeins frá gest­un­um með því að kom­ast í 7:4 eft­ir tæp­lega níu mín­útna leik.

Val­ur jafnaði sig fljótt, jafnaði met­in í 7:7 og komst svo yfir, 8:9, í fyrsta sinn í leikn­um þegar fyrri hálfleik­ur var hálfnaður. Vals­menn náðu í kjöl­farið und­ir­tök­un­um og komust í 10:13.

Í stöðunni 10:12 tók Gunn­ar Magnús­son, þjálf­ari Aft­ur­eld­ing­ar, leik­hlé og þrátt fyr­ir að fá á sig næsta mark virt­ist það gefa heima­mönn­um byr und­ir báða vængi.

Þeir skoruðu nefni­lega síðustu sex mörk fyrri hálfleiks, komust þannig í 16:13 og þannig stóðu leik­ar í hálfleik.

Vörn­in small þá svo um munaði hjá Aft­ur­eld­ingu, sem fékk ekki á sig mark síðustu tíu mín­út­ur fyrri hálfleiks. Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son var öfl­ug­ur í mark­inu en hann varði sjö skot í hálfleikn­um.

Blær Hinriks­son og Ihor Kopys­hyn­skyi reynd­ust Vals­mönn­um erfiðir en þeir voru báðir komn­ir með fimm mörk að fyrri hálfleikn­um lokn­um.

Aft­ur­eld­ing hóf síðari hálfleik­inn af svipuðum krafti og liðið endaði þann fyrri og komst fljótt fimm mörk­um yfir, 19:14. Óskar Bjarni Óskars­son, þjálf­ari Vals, tók þá leik­hlé enda auðsjá­an­lega hætt að lít­ast á blik­una.

Eft­ir að hafa skorað aðeins tvö mörk á 18 mín­út­um hresst­ust Vals­menn aðeins við eft­ir leik­hléið og minnkuðu mun­inn niður í þrjú mörk, 22:19.

Aft­ur­eld­ing náði aft­ur fimm marka for­ystu og það nokkr­um sinn­um. Þegar rúm­ar sex mín­út­ur voru til leiks­loka náði Val­ur aft­ur að minnka mun­inn niður í þrjú mörk og svo í tvö mörk, 27:25, þegar fjór­ar og hálf mín­úta lifðu leiks.

Það var hins veg­ar Aft­ur­eld­ing sem skoraði næstu tvö mörk, komst þannig fjór­um mörk­um yfir og sigldi að lok­um þriggja marka sigri í höfn.

Aft­ur­eld­ing 29:26 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert