„Ég mæli með því að mæta á föstudaginn“

Harri Halldórsson og Magnús Óli Magnússon eigast við.
Harri Halldórsson og Magnús Óli Magnússon eigast við. mbl.is/Karítas

„Við byrj­um illa. Við reynd­ar kom­um til baka og kom­umst í 10:7 eft­ir að hafa tekið 6:0 kafla,“ sagði Magnús Óli Magnús­son, leikmaður Vals, eft­ir að liðið tapaði 29:26 fyr­ir Aft­ur­eld­ingu í fjórða leik í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins í hand­knatt­leik.

„Svo dett­ur ein­hvern veg­inn allt út hjá okk­ur og þeir taka 6:0 kafla. Við klúðrum dauðafæri eft­ir dauðafæri.

Við erum að fá fín færi en þetta eru bara tvö góð lið að berj­ast um að kom­ast í úr­slit. Þetta var svo sem flott­ur leik­ur í heild­ina en við klúðruðum allt of mikið af dauðafær­um,“ sagði Magnús Óli í sam­tali við mbl.is eft­ir leik­inn.

Fram und­an er odda­leik­ur á Hlíðar­enda næst­kom­andi föstu­dags­kvöld. Það líst hon­um ansi vel á.

„Þetta er bara veisla. Þetta ger­ist ekki skemmti­legra. Það verður troðfullt hús á Hlíðar­enda á föstu­dag­inn og tvö góð lið að berj­ast um að kom­ast í úr­slit. Ég mæli með því að mæta á föstu­dag­inn.“

Skelfi­leg­ir kafl­ar sem geta tapað leikn­um

Spurður hvað Vals­menn þyrftu helst að bæta frá leikn­um í kvöld fyr­ir odda­leik­inn sagði Magnús Óli:

„Byrj­um á því að skora úr fær­un­um og fá kannski aðeins meira flæði, láta bolt­ann vinna fyr­ir okk­ur. Við byrj­um kannski ekki í 7 á 6 í næsta leik. Við skoðum þenn­an leik og finn­um eitt­hvað út úr þessu.

Það kem­ur tíu til tólf mín­útna kafli þar sem það dett­ur allt út hjá okk­ur. Það má eig­in­lega ekki ger­ast. Ef eitt­hvað dett­ur út þá verður eitt­hvað annað að vera inni. Ef það dett­ur allt út þá koma svona kafl­ar, skelfi­leg­ir kafl­ar sem geta tapað leikn­um fyr­ir mann.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert