Roland ráðinn til Fram

Roland Valur Eradze hefur verið ráðinn til Fram.
Roland Valur Eradze hefur verið ráðinn til Fram. Ljósmynd/Fram

Fyrr­ver­andi hand­knatt­leiks­markvörður­inn Roland Val­ur Era­dze hef­ur verið ráðinn til Fram þar sem hann mun frá og með næsta tíma­bili koma að þjálf­un hjá fé­lag­inu með marg­vís­leg­um hætti.

Roland, sem hef­ur störf síðar í sum­ar, mun sinna aðstoðarþjálf­un og mark­mannsþjálf­un hjá meist­ara­flokki karla og kvenna, mark­mannsþjálf­un yngri flokka, af­reksþjálf­un og öðrum verk­efn­um er snúa að þjálf­un og upp­bygg­ingu leik­manna.

Hann er einnig hluti af þjálf­arat­eymi karla­landsliðsins og mun sinna því starfi áfram.

„Það er mik­ill feng­ur fyr­ir Fram að fá Roland til liðs við fé­lagið. Hann á að baki far­sæl­an fer­il sem leikmaður og þjálf­ari. Hann er fyrr­ver­andi landsliðsmarkmaður og á að baki rúm­lega 50 lands­leiki fyr­ir Ísland.

Roland hef­ur á liðnum árum verið þjálf­ari hjá ÍBV en hef­ur áður þjálfað hjá Fram, Stjörn­unni og FH. Þá var hann um þriggja ára skeið aðstoðarþjálf­ari Úkraínska meist­araliðsins HC Motor sem spilaði meðal ann­ars í Evr­ópu­deild­inni og Meist­ara­deild Evr­ópu árin þar á und­an,“ sagði meðal ann­ars í til­kynn­ingu frá hand­knatt­leiks­deild Fram. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert