„Fram er ekkert að brotna“

Stefán Arnarson ræðir við leikmenn sína í kvöld.
Stefán Arnarson ræðir við leikmenn sína í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hauk­ar eru í góðum mál­um í undanúr­slita­ein­vígi sínu gegn Fram í Íslands­móti kvenna í hand­bolta eft­ir naum­an sig­ur á Ásvöll­um í kvöld. Hauk­ar leiða ein­vígið 2:0 og þurfa bara einn sig­ur til viðbót­ar til að kom­ast í úr­slita­ein­vígi gegn Val eða ÍR.

Stefán Arn­ar­son þjálf­ari liðsins var að von­um ánægður með sig­ur­inn en sagði þó ein­vígið langt í frá búið þegar mbl.is ræddi við hann um leik­inn.

„Það var vitað að þetta yrði jafn leik­ur. Fram er með gríðarlega sterkt varn­ar­lið og sókn­arlið líka. Þannig að við viss­um að þetta yrði erfitt. Það sem skóp sig­ur­inn er lík­lega for­skotið sem við byggj­um upp í byrj­un seinni hálfleiks.

Við miss­um það niður í tvö mörk en náðum samt að halda því for­skoti al­veg fram í lok­in sem er gríðarlega mik­il­vægt á móti Fram því um leið og þú miss­ir þetta niður þá refsa þær,“ sagði Stefán.

Í lok leiks virt­ist allt stefna í að Fram væri að fara jafna. Þeim tókst að þétta vörn­ina og sókn­ar­leik­ur Hauka fór að hiksta á móti þeirra varn­araf­brigði. Hvað var það sem ger­ir það að verk­um að Fram náði þess­um tök­um á sókn­ar­leik Hauka?

„Það er bara eins og ég sagði. Stein­unn og Berg­lind eru landsliðsþrist­ar og Kristrún. Þetta er bara gríðarlega gott varn­ar­lið. Síðan er þetta sjötti leik­ur­inn sem við spil­um við þær í vet­ur og þú get­ur ekki enda­laust komið með eitt­hvað nýtt. En Fram gerði þetta mjög vel í kvöld en sem bet­ur fer fund­um við lausn­ir og skoruðum. Þess vegna unn­um við,“ sagði hann.

Ef við för­um yfir þessa sex leiki. Fram vinn­ur alla þrjá leik­ina í deild­inni. Hauk­ar vinna bikar­úr­slita­leik­inn og svo fyrstu tvo leik­ina í úr­slita­keppn­inni. Fyr­ir Hauka er þetta auðvitað frá­bært val á leikj­um til að vinna en af hverju vinn­ur Fram í deild en virðist brotna í stóru leikj­un­um sem skipta máli?

„Fram er ekk­ert að brotna. Þetta eru bara tvö jöfn lið og þetta er bara stöng­in inn eða stöng­in út. Í fyrra þá var þetta líka þannig að við vor­um í þriðja sæti og mætt­um þeim og vinn­um ein­vígið 3:0. Núna er 2:0 en þetta er langt frá því að vera búið. All­ir sem sáu Fram spila í dag sjá hvað þetta er sterkt lið. Þær eiga eft­ir að gera al­vöru til­raun til að svara þessu,“ sagði Stefán.

Get­ur þú út­skýrt af hverju það eru svona mikl­ar sveifl­ur milli leikja liðanna? Þið vinnið stór­sig­ur á úti­velli og svo eins marks sig­ur í kvöld.

„Í leikn­um á laug­ar­dag gekk allt upp hjá okk­ur en ekk­ert hjá Fram. Þessi leik­ur sýndi bara hvað þessi lið eru jöfn. Hver leik­ur í úr­slita­keppni á sitt líf. Þú veist aldrei því þú gæt­ir bæði unnið og tapað með 10 mörk­um. Ég spái því að þeir leik­ir sem eft­ir eru verði svipaðir þeim sem var spilaður í kvöld,“ sagði Stefán Arn­ar­son að lok­um í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert