Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir frammistöðuna í oddaleiknum í kvöld hafa verið þá bestu hjá Val í undanúrslitaleikjunum gegn Aftureldingu.
Valur hafði betur 33:29 og samtals 3:2 í undanúrslitunum og mætir Fram í úrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik.
„Ég vil byrja á því að þakka þjálfurum og leikmönnum Aftureldingar fyrir einvígið því þetta var skemmtilegt fyrir handboltann. Mér fannst frammistaða þeirra í rauninni vera betri en okkar í fyrstu fjórum leikjunum þótt við höfum unnið tvo þeirra. Í kvöld fannst mér við vera með yfirhöndina og þetta var besta frammistaða okkar í leikjunum fimm. Góð orka, góð vörn, engir tæknifeilar, góð skot og allir sem komu við sögu í leiknum stóðu sig. Það er erfitt að mæta Val í svona formi og þetta var góð frammistaða á heildina litið,“ sagði Óskar þegar mbl.is ræddi við hann að leiknum loknum á Hlíðarenda en þar vann Valur alla þrjá leikina.
„Mér leið vel í gær og í dag. Strákarnir í liðinu eru sigurvegarar. Þegar koma svona oddaleikir og bikarúrslitaleikir þá kviknar á mörgum í hópnum. Björgvin var frábær í markinu. Mér fannst margt vera mjög gott hjá okkur í dag og ég er stoltur af liðinu,“ segir Óskar Bjarni.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |