„Ég lagði líf og sál í starfið“

Gunnar Magnússon.
Gunnar Magnússon. mbl.is/Ólafur Árdal

Hand­knatt­leiksþjálf­ar­inn Gunn­ar Magnús­son seg­ir nú skilið við Aft­ur­eld­ingu eft­ir fimm ár í Mos­fells­bæn­um og tek­ur við karlaliði Hauka í sum­ar.

Á þeim tíma varð Aft­ur­eld­ing bikar­meist­ari og fékk silf­ur­verðlaun á Íslands­mót­inu. Auk þess féll liðið tví­veg­is úr keppni eft­ir odda­leik í undanúr­slit­um Íslands­móts­ins. 

Í gær féll liðið úr keppni á Hlíðar­enda eft­ir tap í odda­leik fyr­ir Val 33:29.

„Þegar ég er bú­inn að jafna mig á þessu þá held ég að verði að vera stolt­ur af minni vinnu. Ég lagði líf og sál í starfið. Mér þótti það vera al­ger for­rétt­indi að fá að starfa með öllu þessu góða fólki í Mos­fells­bæn­um og ógleym­an­leg­ur tími. Ég var einnig hepp­inn með leik­manna­hóp­inn því ég vann með mörg­um skemmti­leg­um leik­mönn­um á þess­um tíma,“ seg­ir Gunn­ar en bæt­ir því við að menn vilji alltaf meira í af­reksíþrótt­un­um. 

Þorsteinn Leó Gunnarsson sprakk út undir stjórn Gunnars Magnússonar hjá …
Þor­steinn Leó Gunn­ars­son sprakk út und­ir stjórn Gunn­ars Magnús­son­ar hjá Aft­ur­eld­ingu og er nú at­vinnumaður og landsliðsmaður. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son

„Bikar­meist­ara­tit­ill­inn verður ekki tek­inn af okk­ur. Við náðum hon­um en ég vill alltaf meira. Við náðum þessu þótt ég hafi viljað af­rekað meira. En ég er stolt­ur af minni vinnu og þakk­lát­ur fyr­ir þenn­an tíma. Eft­ir sit­ur að ég eignaðist marga góða vini í Aft­ur­eld­ingu og sú vinátta held­ur áfram,“ sagði Gunn­ar þegar mbl.is ræddi við hann að leikn­um lokn­um á Hlíðar­enda. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert