„Stórt að fá Þóri heim“

Ásgeir Jónsson, Þórir Hergeirsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Jón Halldórsson …
Ásgeir Jónsson, Þórir Hergeirsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Jón Halldórsson á fréttamannafundinum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

„Þetta er ris­aráðning,“ sagði Jón Hall­dórs­son, formaður Hand­knatt­leiks­sam­bands Íslands, um ráðning­una á Þóri Her­geirs­syni í starf fag­legs ráðgjafa af­reks­sviðs HSÍ.

Til­kynnt var um ráðningu Þóris á frétta­manna­fundi sem hald­inn var á Hlíðar­enda á meðan hand­boltaþingi stóð í dag.

„Það er ofboðslega stórt fyr­ir okk­ur hjá Hand­knatt­leiks­sam­band­inu að fá Þóri heim. Þetta er vinna sem fyrr­ver­andi formaður sam­bands­ins, Guðmund­ur B. Ólafs­son og hans stjórn, setti af stað.

Í raun­inni kom­um við sem ný stjórn inn í verk­efnið til þess að fylgja því áfram. Það er það sem ég hef oft sagt, og til dæm­is á þing­inu í morg­un, að við verðum að bera virðingu fyr­ir því sem á und­an er farið.

Þar er búið að vinna mikið og gott starf. Í raun­inni er þetta upp­sker­an út frá því starfi í dag,“ sagði Jón í sam­tali við mbl.is í dag.

Hugs­um þetta sem lang­tíma­sam­band

Spurður hvort Þórir verði yfir fjög­urra manna af­reksteymi sem nú hef­ur verið myndað sagði Jón:

„Eins og Þórir aðhyll­ist þetta ætl­ar hann að vinna þetta út frá teym­is­vinnu. Þetta er fjög­urra manna teymi.

Þórir Her­geirs­son er fag­leg­ur ráðgjafi, Snorri Steinn Guðjóns­son landsliðsþjálf­ari karla, Arn­ar Pét­urs­son landsliðsþjálf­ari kvenna og Jón Gunn­laug­ur Viggós­son sem er íþrótta­stjór­inn okk­ar. Þeir fjór­ir munu halda utan um vinn­una.“

Hann bætti því við að samn­ing­ur Þórir við HSÍ væri op­inn.

„Við erum að hugsa þetta sem lang­tíma­sam­band. Við erum að fara í lang­tíma­sam­band og vinn­um hlut­ina svo­leiðis.“

Ætlum ekki að herma eft­ir norsku leiðinni

Í hverju verður vinna af­reksteym­is­ins fólg­in?

„Það sem skipt­ir miklu máli í svona starfi er að þetta lang­hlaup. Þetta er ekki eitt­hvað átaks­verk­efni til eins til þriggja ára. Eins og Þórir hef­ur sjálf­ur talað um er þetta tíu til tólf ára veg­ferð.

Við erum að leggja af stað. Við ger­um ráð fyr­ir því að leik­menn og fé­lög­in muni fara að finna ein­hverj­ar breyt­ing­ar strax í haust.

Við sjá­um það bet­ur þegar þess­ir snill­ing­ar eru bún­ir að setj­ast niður og kort­leggja vinn­una sína bet­ur, þá get­um við og þeir svarað bet­ur hver leiðin ná­kvæm­lega verður.

Eins og báðir landsliðsþjálf­ar­arn­ir okk­ar hafa sagt erum við ekki að fara að af­rita og líma norsku leiðina. Sam­an er þetta teymi að fara að vinna bet­ur í ís­lensku leiðinni.

Íslenska leiðin er til og við erum búin að ná frá­bær­um ár­angri í mörg ár í hand­bolta en þeir ætla að finna leiðir til þess að fín­pússa hana og gera enn bet­ur,“ sagði Jón að lok­um.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert