Valur - Fram minnir á Val - Víking

Reynir Þór Stefánsson hefur vakið mikla athygli í vetur fyrir …
Reynir Þór Stefánsson hefur vakið mikla athygli í vetur fyrir frammistöðu sína með bikarmeisturunum. mbl.is/Ólafur Árdal

Óskar Bjarni Óskars­son þjálf­ari karlaliðs Vals í hand­knatt­leik tel­ur að úr­slitarimma Reykja­vík­urliðanna Vals og Fram um Íslands­meist­ara­titil­inn geti minnt á rimm­ur Vals og Vík­ings á átt­unda og ní­unda ára­tugn­um. 

„Ég held að þetta verði mjög skemmti­legt. Fram­ar­arn­ir er að koma upp með unga kyn­slóð svipað og þegar hvolpa­sveit­in kom upp hjá okk­ur. Þeir hafa þróað og bætt þá leik­menn frá því þeir lentu í meiðsla­tíma­bili fyr­ir nokkr­um árum. Þá fengu ungu strák­arn­ir að stíga inn og það er oft það besta sem ger­ist. Kjart­an, Reyn­ir og fleiri. Já Val­ur - Fram er kannski eins og Val­ur - Vík­ing­ur var fyr­ir okk­ur þessa gömlu í gamla daga. Mik­ill fjöldi er á leikj­un­um uppi í Úlfarsár­dal og góð stemn­ing en þeirra fólk flykk­ist einnig á úti­leik­ina. Ég held að þetta verði veisla í báðum hús­um og al­vöru Reykja­vík­urrimma,“ seg­ir Óskar Bjarni þegar Morg­un­blaðið bar þetta und­ir hann eft­ir leik Vals og Aft­ur­eld­ing­ar á Hlíðar­enda í gær. 

Óskar Bjarni Óskarsson hlakkar til að fá Fram í Valsheimilið.
Óskar Bjarni Óskars­son hlakk­ar til að fá Fram í Vals­heim­ilið. mbl.is/​Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Fram hef­ur þegar unnið bik­ar­inn á þessu tíma­bili. 

„Fram­ar­ar eru frá­bær­ir og með góðan þjálf­ara. Þeir eru bikar­meist­ar­ar og hafa verið mjög flott­ir í vet­ur. Reyn­ir Þór Stef­áns­son og Rún­ar Kára­son eru kannski tveir bestu sókn­ar­menn­irn­ir í deild­inni,“ seg­ir Óskar Bjarni sem hef­ur marga fjör­una sopið í úr­slita­keppni Íslands­móts­ins og ekki síður í bikar­úr­slita­leikj­um. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert