Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik telur að úrslitarimma Reykjavíkurliðanna Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn geti minnt á rimmur Vals og Víkings á áttunda og níunda áratugnum.
„Ég held að þetta verði mjög skemmtilegt. Framararnir er að koma upp með unga kynslóð svipað og þegar hvolpasveitin kom upp hjá okkur. Þeir hafa þróað og bætt þá leikmenn frá því þeir lentu í meiðslatímabili fyrir nokkrum árum. Þá fengu ungu strákarnir að stíga inn og það er oft það besta sem gerist. Kjartan, Reynir og fleiri. Já Valur - Fram er kannski eins og Valur - Víkingur var fyrir okkur þessa gömlu í gamla daga. Mikill fjöldi er á leikjunum uppi í Úlfarsárdal og góð stemning en þeirra fólk flykkist einnig á útileikina. Ég held að þetta verði veisla í báðum húsum og alvöru Reykjavíkurrimma,“ segir Óskar Bjarni þegar Morgunblaðið bar þetta undir hann eftir leik Vals og Aftureldingar á Hlíðarenda í gær.
Fram hefur þegar unnið bikarinn á þessu tímabili.
„Framarar eru frábærir og með góðan þjálfara. Þeir eru bikarmeistarar og hafa verið mjög flottir í vetur. Reynir Þór Stefánsson og Rúnar Kárason eru kannski tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni,“ segir Óskar Bjarni sem hefur marga fjöruna sopið í úrslitakeppni Íslandsmótsins og ekki síður í bikarúrslitaleikjum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |