Níu marka sigur og toppsætið tryggt

Ómar Ingi Magnússon með boltann í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon með boltann í kvöld. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Íslenska karla­landsliðið í hand­bolta tryggði sér sig­ur í C-riðli í undan­keppni EM með útisigri á Bosn­íu, 34:25, í Saraj­evó í kvöld. Loka­leik­ur Íslands í riðlin­um verður gegn Georgíu í Laug­ar­dals­höll á sunnu­dag.

Ísland er með fullt hús stiga eft­ir fimm leiki, tíu stig. Georgía er í öðru með fjög­ur stig og Bosn­ía og Grikk­land reka lest­ina með tvö stig.

Íslenska liðið byrjaði vel og komst í 4:0. Liðin skipt­ust nokk­urn veg­inn á að skora út all­an hálfleik­inn eft­ir það. Varð mun­ur­inn mest sex mörk í hálfleikn­um á meðan Bosn­ía jafnaði einu sinni mun­inn í þrjú mörk.

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson taka hressilega á …
Elv­ar Örn Jóns­son og Arn­ar Freyr Arn­ars­son taka hressi­lega á leik­manni Bosn­íu. Ljós­mynd/​Al­eks­and­ar Djorovic

Þegar fyrri hálfleik­ur­inn var all­ur munaði fimm mörk­um, 18:13, og ís­lenska liðið í góðum mál­um, þrátt fyr­ir litla markvörslu og slak­an varn­ar­leik á köfl­um.

Ísland byrjaði seinni hálfleik­inn vel og náði tíu marka for­skoti í fyrsta skipti þegar hann var hálfnaður, 27:17, og var þá aðeins spurn­ing um hve stór sig­ur ís­lenska liðsins yrði.

Liðin skipt­ust á að skora það sem eft­ir lifði leiks og munaði níu mörk­um þegar uppi var staðið.

Bjarki Már Elís­son og Elv­ar Örn Jóns­son voru marka­hæst­ir í ís­lenska liðinu með sjö mörk hvor. Ómar Ingi Magnús­son gerði sex og þeir Þor­steinn Leó Gunn­ars­son og Viggó Kristjáns­son fjög­ur hvor.

Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir að brjóta sér leið framhjá varnarmanni …
Gísli Þor­geir Kristjáns­son reyn­ir að brjóta sér leið fram­hjá varn­ar­manni Bosn­íu. Ljós­mynd/​Al­eks­and­ar Djorovic
Bosn­ía 25:34 Ísland opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert