Ertu ekki að grínast?

Hafdís Renötudóttir ræðir við Hlyn Morthens.
Hafdís Renötudóttir ræðir við Hlyn Morthens. mbl.is/Ólafur Árdal

Haf­dís Renötu­dótt­ir, landsliðsmarkvörður í hand­bolta og leikmaður Vals, er oft tölu­vert á und­an þjálf­ur­um sín­um þegar kem­ur að und­ir­bún­ingi fyr­ir leiki.

Hún vinn­ur heima­vinnu sóma­sam­lega og sér­stak­lega fyr­ir Evr­ópu­leiki, þar sem hún þarf að tak­ast á við skot frá leik­mönn­um sem hún hef­ur ekki mætt áður.

Haf­dís verður í eld­lín­unni næst­kom­andi laug­ar­dag er Val­ur mæt­ir Porr­ino frá Spáni á úti­velli í fyrri leik liðanna í úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars­ins. Seinni leik­ur­inn fer fram á Hlíðar­enda viku síðar.

„Eft­ir að við fór­um áfram úr undanúr­slit­um byrjaði ég strax að skoða Youtu­be-klipp­ur af þessu liði. Ég var búin að sjá hel­víti marga leiki áður en Bubbi [Hlyn­ur Mort­hens markv­arðaþjálf­ari Vals] byrjaði að sýna okk­ur klipp­ur.

Hafdís Renötudóttir þarf að vera eins og köttur í markinu.
Haf­dís Renötu­dótt­ir þarf að vera eins og kött­ur í mark­inu. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Þær eru góðar, sterk­ar á fót­un­um, snögg­ar og þetta er svipað og parag­væska landsliðið. Ég þarf að vera með lág­an þyngarpunkt og vera eins og kött­ur í mark­inu,“ sagði Haf­dís við mbl.is.

Val­ur sló út Rincón frá Málaga í 16-liða úr­slit­um. Porr­ino er í fjórða sæti spænsku deild­ar­inn­ar, tveim­ur sæt­um og sjö stig­um á eft­ir Málaga-liðinu.

„Það er staðreynd að þetta lið er neðar í töfl­unni en við spiluðum svo ótrú­lega vel á móti Málaga og við þurf­um að minnsta kosti að spila jafn­vel og helst enn bet­ur,“ sagði hún.

Haf­dís hef­ur leikið á tveim­ur stór­mót­um með ís­lenska landsliðinu og að henn­ar mati eru úr­slit í Evr­ópu­bik­arn­um ekki síðri.

„Ertu ekki að grín­ast? Þetta er jafn­stórt. Það er gam­an að upp­lifa svona stór augna­blik með tveim­ur mis­munand liðum,“ sagði Haf­dís.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert