Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta og leikmaður Vals, er oft töluvert á undan þjálfurum sínum þegar kemur að undirbúningi fyrir leiki.
Hún vinnur heimavinnu sómasamlega og sérstaklega fyrir Evrópuleiki, þar sem hún þarf að takast á við skot frá leikmönnum sem hún hefur ekki mætt áður.
Hafdís verður í eldlínunni næstkomandi laugardag er Valur mætir Porrino frá Spáni á útivelli í fyrri leik liðanna í úrslitum Evrópubikarsins. Seinni leikurinn fer fram á Hlíðarenda viku síðar.
„Eftir að við fórum áfram úr undanúrslitum byrjaði ég strax að skoða Youtube-klippur af þessu liði. Ég var búin að sjá helvíti marga leiki áður en Bubbi [Hlynur Morthens markvarðaþjálfari Vals] byrjaði að sýna okkur klippur.
Þær eru góðar, sterkar á fótunum, snöggar og þetta er svipað og paragvæska landsliðið. Ég þarf að vera með lágan þyngarpunkt og vera eins og köttur í markinu,“ sagði Hafdís við mbl.is.
Valur sló út Rincón frá Málaga í 16-liða úrslitum. Porrino er í fjórða sæti spænsku deildarinnar, tveimur sætum og sjö stigum á eftir Málaga-liðinu.
„Það er staðreynd að þetta lið er neðar í töflunni en við spiluðum svo ótrúlega vel á móti Málaga og við þurfum að minnsta kosti að spila jafnvel og helst enn betur,“ sagði hún.
Hafdís hefur leikið á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu og að hennar mati eru úrslit í Evrópubikarnum ekki síðri.
„Ertu ekki að grínast? Þetta er jafnstórt. Það er gaman að upplifa svona stór augnablik með tveimur mismunand liðum,“ sagði Hafdís.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |