Landsliðskonan tekur sér hlé frá handbolta

Berglind Þorsteinsdóttir tekur sér hlé frá handbolta.
Berglind Þorsteinsdóttir tekur sér hlé frá handbolta. Ljósmynd/Jon Forberg

Berg­lind Þor­steins­dótt­ir, landsliðskona í hand­knatt­leik úr Fram, hef­ur ákveðið að taka sér tíma­bundið hlé frá iðkun íþrótt­ar­inn­ar vegna þrálátra hné­meiðsla.

Berg­lind, sem er 26 ára vinstri skytta og afar sterk­ur varn­ar­maður, greindi frá tíðind­un­um í sam­tali við Hand­bolta.is fyrr í vik­unni.

„Ég er alls ekki að hætta í hand­bolta, aðeins að taka mér frí, hvíla hnéið og ná mér góðri. Ég þarf bara að gefa mér tíma til þess að ná bata. Frá 2018 hef ég farið í þrjár aðgerðir á sama hnénu, síðast í fyrra­sum­ar, og aldrei náð mér full­kom­lega góðri,“ sagði hún í sam­tali við miðil­inn.

Flyt­ur er­lend­is

Þar kom einnig fram að Berg­lind, sem er hjúkr­un­ar­fræðing­ur, láti tíma­bundið af störf­um á Land­spít­al­an­um þar sem hún er að flytja til Frankfurt, hvar unnusti Berg­lind­ar býr og starfar.

„Það verður gott að skipta um um­hverfi og dreifa hug­an­um meðan maður er að ná sér góðri í hnénu,“ sagði hún enn frem­ur.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert