Aldrei spilað í svona miklum látum

Þórey Anna var kát í leikslok.
Þórey Anna var kát í leikslok. mbl.is/Jóhann Ingi

Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir var marka­hæst í liði Vals með ell­efu mörk er liðið gerði jafn­tefli við Porr­ino frá Spáni á úti­velli, 29:29, í fyrri úr­slita­leik liðanna í Evr­ópu­bik­arn­um í hand­bolta. Þórey skoraði ell­efu mörk, þar af átta úr vít­um.

„Miðað við aðstæður erum við nokkuð já­kvæð. Jafn­tefli á úti­velli er gott og þá er bara 0:0 í heima­leikn­um. Þar erum við með okk­ar fólk og okk­ar aðstæður. Við erum sátt­ar við þetta en á sama tíma er margt sem þarf að laga,“ sagði Þórey.

Rúm­lega 2.000 áhorf­end­ur létu gríðarlega vel í sér heyra í Porr­ino í dag.

Þórey Anna fagnar í dag.
Þórey Anna fagn­ar í dag. Ljós­mynd/​EHF

„Ég hef aldrei spilað í svona mikl­um lát­um. Þetta var rosa­legt. Maður heyrði ekki dómur­um, heyrði ekki í sjálf­um sér eða nein­um öðrum. Þetta var því­lík upp­lif­un og virki­lega skemmti­legt,“ sagði hún.

Heyrði ekki í flaut­unni og fékk brott­vís­un

Þórey heyrði t.a.m. ekki í dómur­un­um þegar hún fór inn úr horna­færi löngu eft­ir að búið var að flauta. Fékk hún brott­vís­un fyr­ir vikið.

„Ég vissi ekki hvað var í gangi fyrr en ég fór á bekk­inn. Þá áttaði ég mig á því sem hafði gerst. Það lýs­ir þess­um aðstæðum vel,“ sagði hún.

Landsliðskon­an er nokkuð sátt við frammistöðuna en liðið þarf að gera bet­ur gegn erfiðri 3-3 vörn spænska liðsins.

„Frammistaðan var bara fín. Það sem ger­ist er að við náum ekki að leysa 3-3 vörn­ina þeirra. Við vor­um svo­lítið hikst­andi og þær komust inn í leik­inn. Við höf­um næg­an tíma til að fara yfir þetta.“

Áhorf­end­urn­ir biðu spennt­ir eft­ir að Þórey myndi klúðra eins og einu víti í leikn­um. Hún skoraði hins veg­ar úr öll­um átta vít­um sín­um í leikn­um.

„Í svona leikj­um ertu voðal­ega lítið að hugsa. Þú ert svo­lítið á sjálfs­stýr­ingu. Þetta er svona 70 pró­sent sál­fræðilegt. Maður þarf að vera með gott sjálfs­traust, það skil­ar manni lang­mestu í líf­inu,“ sagði Þórey.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert