Færi sem ég þurfti að klára

Elín Rósa Magnúsdóttir og Elísa Elíasdóttir eftir leik.
Elín Rósa Magnúsdóttir og Elísa Elíasdóttir eftir leik. mbl.is/Jóhann Ingi

Val­ur gerði 29:29-jafn­tefli gegn Porr­ino frá Spáni í fyrri leik liðanna í úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars kvenna í hand­bolta í Porr­ino í dag. Elín Rósa Magnús­dótt­ir, sem skoraði fimm mörk í dag, náði í fjölda ví­tak­asta og lék gríðarlega vel, mætti í viðtal til mbl.is eft­ir leik.

„Við vor­um svo­litl­ir klauf­ar í seinni hálfleik. Við vor­um að tapa mörg­um bolt­um og kannski smá óör­ugg­ar á bolt­an­um. Þær koma í fram­liggj­andi 3-3 vörn og við fór­um að gera hluti sem við erum kannski ekki van­ar. Það klikkaði svo­lítið en samt sem áður ánægð með þessi úr­slit á mjög erfiðum úti­velli,“ sagði Elín Rósa í sam­tali við mbl.is eft­ir leik. 

Það var mik­il stemn­ing í höll­inni meðan á leik stóð. Elín sagði að það hafi verið frá­bært að spila í svona aðstæðum.

„Þetta var bara geggjað og frá­bært að fá að spila í svona aðstæðum þar sem all­ir eru á móti þér. Þú þarft að sjúga yfir þig ork­una og ná að nýta hana á rétt­an hátt.“ 

Elín Rósa skoraði síðasta mark Vals­kvenna í leikn­um til að koma þeim yfir áður en Porr­ino jafnaði í blá­lok­in. 

„Við erum bún­ar að gera þetta svo oft á æf­ingu að ég var ekki mikið að hugsa. Svona yf­ir­tala snýst bara um góðan und­ir­bún­ing frá hinum og ég fékk opið færi sem ég þurfti að klára.“

Hvernig líst þér á seinni leik­inn, er þetta ekki fín staða fyr­ir hann?

„Jú svo sem, við hugs­um hvort eð er alltaf að það sé 0:0 sama hver staðan er og núna er 0:0 þannig þetta er fínt.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert