Jafnt í æsispennandi fyrri úrslitaleik Vals

Val­ur og Porr­ino frá Spáni skildu jöfn, 29:29, í fyrri leik liðanna í úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars kvenna í hand­bolta í Porr­ino í dag. Liðin mæt­ast eft­ir viku og er Val­ur í fínni stöðu til að verða fyrsta ís­lenska kvennaliðið til að vinna Evr­ópu­keppni.

Liðin skipt­ust á að skora fyrstu mín­út­urn­ar en í stöðunni 5:5 skoraði Val­ur þrjú mörk í röð og var staðan 8:5 þegar tíu mín­út­ur voru eft­ir af fyrri hálfleik.

Liðin skipt­ust á að skora næstu mín­út­ur en Val­ur náði fjög­urra marka for­skoti í fyrsta skipti þegar skammt var eft­ir af fyrri hálfleik, 15:11.

Spænska liðið minnkaði mun­inn þegar fimm sek­únd­ur voru eft­ir af fyrri hálfleik og Ágúst Jó­hanns­son tók leik­hlé. Thea Imani Sturlu­dótt­ir þurfti ekki meira en fimm sek­únd­ur til að skora glæsi­legt mark og var staðan í hálfleik 16:12, Val í vil.

Elín Rósa Magnús­dótt­ir átti stór­leik í fyrri hálfleik, lagði upp mörk og náði í ótrú­legt magn ví­tak­asta. Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir nýtti fimm slík í fyrri hálfleik og Ásdís Þóra Ágústs­dótt­ir eitt.

Porr­ino byrjaði seinni hálfleik­inn af krafti og jafnaði á um átta mín­út­um í 18:18. Val­ur svaraði vel og komst tveim­ur mörk­um yfir á ný í stöðunni 21:19. Munaði tveim­ur mörk­um þegar tíu mín­út­ur voru eft­ir, 25:23.

Porr­ino skoraði næstu tvö mörk og jafnaði í 25:25 þegar sjö mín­út­ur voru eft­ir. Staðan var svo 28:28 þegar 40 sek­únd­ur voru eft­ir og Val­ur var með bolt­ann.

Elín Rósa skoraði með gegn­um­broti og Porr­ino tók leik­hlé þegar 20 sek­únd­ur voru eft­ir. Heima­kon­ur nýttu það vel því Mica­ela Casa­sola skoraði jöfn­un­ar­markið á loka­sek­únd­unni.

Porr­ino 29:29 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert