Núna er Evrópa búin hjá mér

Hildigunnur kát í lok síðasta útileiksins í Evrópukeppni.
Hildigunnur kát í lok síðasta útileiksins í Evrópukeppni. mbl.is/Jóhann Ingi

„Ég er ekki sátt en ég er ekki svekkt held­ur,“ sagði Hildigunn­ur Ein­ars­dótt­ir, línu­kona Vals í hand­bolta, í sam­tali við mbl.is eft­ir 29:29-jafn­tefli liðsins við Porr­ino frá Spáni í fyrri leik liðanna í úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars­ins.

„Við kom­umst fimm mörk­um yfir í byrj­un seinni og auðvitað vill maður þá fara heim með 2-4 marka for­skot. Við eig­um inni í sókn­inni eft­ir að þær fara í 3-3-vörn.

Þetta var hörku­leik­ur á móti erfiðu liði á virki­lega erfiðum úti­velli. Ég hef fulla trú á við get­um klárað þetta heima,“ sagði Hildigunn­ur.

Gríðarleg læti voru í höll­inni í Porr­ino þegar spænska liðið jafnaði snemma í seinni hálfleik eft­ir að liðið lenti mest fimm mörk­um und­ir.

„Það var gam­an. Maður fær adrenalín á móti þótt þetta sé stund­um á móti manni. Það er bara skemmti­legt. Það leið öll­um vel á vell­in­um og við skoruðum 29 mörk. Við get­um samt bætt margt og það er bara hálfleik­ur, staðan er 0:0. Ef við lög­um það sem má bæta þá klár­um við þetta lið heima.“

Hildigunn­ur legg­ur skóna á hill­una eft­ir tíma­bilið og var leik­ur­inn í kvöld því henn­ar síðasti á úti­velli í Evr­ópu­keppni.

„Það er gam­an að klára þetta með skemmti­leg­um leik. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar leik­ur­inn var bú­inn var að núna væri Evr­ópa búin hjá mér. Þetta er skrít­in til­finn­ing en gam­an að enda á skemmti­leg­um leik.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert