„Ég er ekki sátt en ég er ekki svekkt heldur,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, línukona Vals í handbolta, í samtali við mbl.is eftir 29:29-jafntefli liðsins við Porrino frá Spáni í fyrri leik liðanna í úrslitum Evrópubikarsins.
„Við komumst fimm mörkum yfir í byrjun seinni og auðvitað vill maður þá fara heim með 2-4 marka forskot. Við eigum inni í sókninni eftir að þær fara í 3-3-vörn.
Þetta var hörkuleikur á móti erfiðu liði á virkilega erfiðum útivelli. Ég hef fulla trú á við getum klárað þetta heima,“ sagði Hildigunnur.
Gríðarleg læti voru í höllinni í Porrino þegar spænska liðið jafnaði snemma í seinni hálfleik eftir að liðið lenti mest fimm mörkum undir.
„Það var gaman. Maður fær adrenalín á móti þótt þetta sé stundum á móti manni. Það er bara skemmtilegt. Það leið öllum vel á vellinum og við skoruðum 29 mörk. Við getum samt bætt margt og það er bara hálfleikur, staðan er 0:0. Ef við lögum það sem má bæta þá klárum við þetta lið heima.“
Hildigunnur leggur skóna á hilluna eftir tímabilið og var leikurinn í kvöld því hennar síðasti á útivelli í Evrópukeppni.
„Það er gaman að klára þetta með skemmtilegum leik. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar leikurinn var búinn var að núna væri Evrópa búin hjá mér. Þetta er skrítin tilfinning en gaman að enda á skemmtilegum leik.“
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |