„Þetta er stórkostlegt,“ sagði Guðríður Guðjónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, í samtali við mbl.is í Vigo á Spáni um að kvennalið Vals sé komið í úrslit Evrópubikarsins, þar sem andstæðingurinn verður Porrino frá Spáni.
„Þetta er ótrúlegur árangur. Það er magnað að fá að vera hérna og upplifa þetta. Þetta hefur verið rosalega vel gert hjá þeim. Ég fór með þeim til Kristianstad og svo mæti ég á leikina heima. Þetta er einstakur árangur hjá þeim,“ sagði hún.
Guðríður spilaði og þjálfaði ansi lengi og þekkir handbolta því afar vel. Hvað gerir Valsliðið svona gott?
„Það er ótrúleg samheldni í þessu liði. Þær eru með frábæran þjálfara sem er einn mesti handboltaheili sem ég hef kynnst. Þær eru rosalega samstilltar. Þetta er góð blanda af yngri og eldri leikmönnum sem ná mjög vel saman.
Þessar yngri læra rosalega mikið af þeim eldri, sem eru samt ekkert gamlar þannig séð heldur á besta aldri. Þær eru ótrúlega sterkar og einbeittar á það sem þær eru að gera,“ útskýrði hún.
Ef Valur vinnur einvígið við Porrino fer Evrópubikarinn á loft á heimavelli liðsins á Hlíðarenda á laugardag eftir viku.
„Það er ólýsanlegt að hugsa til þess. Maður sá strákana gera þetta í fyrra og það var ólýsanlegt, það er það eina sem ég get sagt“ sagði Guðríður.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |