Vildu áritanir frá leikmönnum Vals

Svala Þormóðsdóttir er mætt til Spánar á fyrri úrslitaleikinn.
Svala Þormóðsdóttir er mætt til Spánar á fyrri úrslitaleikinn. mbl.is/Jóhann Ingi

„Ég hef verið í ýmsu í gegn­um tíðina,“ sagði Valskon­an mikla Svala Þormóðsdótt­ir í sam­tali við mbl.is. Svala er áber­andi á hand­bolta­leikj­um Vals á Hlíðar­enda, þar sem hún er í hinum ýmsu verk­efn­um á bak við tjöld­in.

„Ég er í stjórn hand­knatt­leiks­deild­ar­inn­ar og þar er mitt hlut­verk fyrst og fremst að koma að skipu­lagn­ingu og vinnu á heima­leikj­um. Ég er í veit­inga­sölu, miðasölu og held utan um þetta.“

Svala er oft á fleygi­ferð á Hlíðar­enda og nær þá lítið að horfa á leik­ina. „Mér finnst mjög gam­an að mæta á úti­leik­ina, þá get ég setið og horft á leik­ina,“ sagði hún hlæj­andi.

Hún er afar ánægð með þá góðu fjöl­skyldu­stemn­ingu sem hef­ur mynd­ast í hand­bolt­an­um hjá Val síðustu ár.

„Flest­ir, ef ekki all­ir, sem eru að vinna með mér hjá Val eiga börn í yngri flokk­um eða börn sem eru full­orðin. Það eiga nán­ast all­ir krakka í Val sem koma að þessu. Ég nenni að standa í þessu því ég er að kynn­ast góðu fólki,“ sagði hún.

Svala hef­ur farið á þó nokkra Evr­ópu­leiki und­an­far­in ár í karla- og kvenna­flokki en viðtalið var tekið í Vigo á Spáni þar sem kvennaliðið mæt­ir Porr­ino í fyrri leik sín­um í úr­slit­um Evr­ópu­bik­ars­ins í dag. Seinni leik­ur­inn fer fram á Hlíðar­enda eft­ir viku.

„Það eru al­gjör for­rétt­indi að fá að fara á þessa leiki. Að upp­lifa um­gjörðina og stemn­ing­una í öðrum lönd­um. Það skemm­ir ekki þegar Valsliðin eru að skrifa sög­una, bæði karla og kvenna,“ sagði hún og rifjaði síðan upp skemmti­lega sögu frá því í ann­arri ferð til Spán­ar fyrr á ár­inu.

„Í Málaga voru ung­ar stelp­ur sem vildu fá að hitta leik­menn Vals. Þær voru með spjöld með ís­lensk­um skila­boðum. Þá fattaði ég að ég væri að ferðast með frægu fólki. Stelp­urn­ar biðu spennt­ar fyr­ir utan og vildu fá árit­an­ir frá leik­mönn­um Vals,“ sagði hún.

Svala er spennt að fá seinni leik­inn á heima­velli, þar sem Evr­ópu­bik­ar­inn fer á loft.„Það er al­gjört æði. Evr­ópu­bik­ar­inn fer á loft á Íslandi og það mun aldrei gleym­ast. Auðvitað von­um við að Val­ur vinni hann,“ sagði Svala.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert