Ætlum að klára þetta með stæl

Ómar Ingi Magnússon fyrir æfingu í Víkinni á föstudag.
Ómar Ingi Magnússon fyrir æfingu í Víkinni á föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnús­son, landsliðsmaður í hand­knatt­leik, er spennt­ur fyr­ir því að mæta Georgíu í Laug­ar­dals­höll­inni í dag þó ekki sé um þýðing­ar­mik­inn leik að ræða.

Ísland tryggði sér sig­ur í 3. riðli undan­keppni EM 2026 á miðviku­dags­kvöld með ör­ugg­um sigri á Bosn­íu. Georgía tryggði svo annað sætið og þar með far­seðil á mótið degi síðar.

„Þetta var bara fínt. Þetta var fínt heilt yfir fannst mér. Við gerðum þetta heilt yfir nokkuð vel. Þetta var alls ekki full­komið en var þó nokkuð ör­uggt,“ sagði Ómar Ingi í sam­tali við mbl.is um sig­ur­inn á Bosn­íu.

Hann sagði það létti að liðið væri búið að tryggja sér efsta sætið.

„Já, klár­lega. Við vild­um bara vinna þenn­an riðil og ég held að við höf­um gert það sann­fær­andi. Við ætl­um að klára þetta með stæl á sunnu­dag­inn.“

Þekki þá ekki nógu vel

Spurður hverju mætti bú­ast við af liði Georgíu sagði Ómar Ingi:

„Ég bara veit það ekki al­veg. Þeir eru með ágæt­is leik­menn, einn til tvo sem við höf­um kannski skoðað eitt­hvað sér­stak­lega. Ann­ars þekki ég þá ekki al­veg nógu vel en við mun­um skoða þá.

Ann­ars er fókus­inn svo­lítið á okk­ur og hvað við erum að gera. Við ætl­um að klára þetta vel á sunnu­dag­inn, spila góðan leik og próf­um kannski ein­hver ný atriði sem við ætl­um að rúlla á. Við ætl­um að klára þetta með fullu húsi stiga, það er mark­miðið.“

Alltaf gam­an að spila lands­leik

Þrátt fyr­ir að leik­ur­inn hafi ekki mikla þýðingu, þar sem úr­slit­in í riðlin­um eru ráðin, sagði hann liðið ekki munu eiga í vand­ræðum með að gíra sig upp fyr­ir leik­inn.

„Þetta er lands­leik­ur og það er alltaf gam­an að spila lands­leik finnst mér. Þannig að það er ekk­ert vesen. Von­andi er fullt hús og góð stemn­ing. Það er góð stemn­ing í liðinu og það er að spila vel.

Það er góður gang­ur í þessu og þá er þetta líka bara gam­an. Það er ekk­ert erfitt að finna hvatn­ing­una innra með sér. Það er bara að finna bar­átt­una og halda áfram,“ sagði Ómar Ingi að lok­um í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert