Tólf marka sigur og fullt hús stiga

Ísland vann Georgíu 33:21 í loka­leik undan­keppni EM karla 2026 í hand­knatt­leik í Laug­ar­dals­höll­inni í dag.

Íslenska liðið lauk því keppni með fullt hús stiga, 12 stig úr sex leikj­um og vann riðil­inn með yf­ir­burðum. Georgía fékk 6 stig í öðru sæt­inu og fer einnig á EM, Grikk­ir fengu 4 stig og Bosn­íu­menn ráku lest­ina með 2 stig.

Leik­ur­inn í dag var aldrei spenn­andi og það fór aldrei á milli mála í hvað stefndi eft­ir að leik­ur­inn byrjaði. Vörn Íslands var gríðarlega þétt í byrj­un og fundu gest­irn­ir nán­ast eng­ar gluf­ur. Sókn­ar­leik­ur strákanna var líka góður í fyrri hálfleik en nýt­ing á fær­um er eitt­hvað sem má setja spurn­ingu við.

Ísland náði 10 marka for­skoti í stöðunni 20:10 þegar tæp­ar tvær mín­út­ur lifðu af fyrri hálfleik. Georgía náði að minnka mun­inn í 9 mörk áður en fyrri hálfleik lauk.

Staðan í hálfleik var 20:11.

Arnar Freyr Arnarsson í miklum barningi á línunni.
Arn­ar Freyr Arn­ars­son í mikl­um barn­ingi á lín­unni. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Þeir Orri Freyr Þorkels­son og Óðinn Þór Rík­h­arðsson skoruðu 4 mörk hvor í fyrri hálfleik og varði Vikt­or Gísli Hall­gríms­son 8 skot, þar af eitt víta­skot.

Það þarf ekki að segja mikið um seinni hálfleik­inn þar sem töl­urn­ar tala sínu máli. Ísland náði 14 marka for­skoti í stöðunni 25:11. Það verður að hrósa ís­lenska liðinu fyr­ir seiglu því liðið var búið að tryggja sér efsta sæti riðils­ins fyr­ir þenn­an leik. Samt sem áður hættu strák­arn­ir okk­ar aldrei.

Georgía náði að minnka mun­inn niður í 11 mörk í stöðunni 25:14 en þá tók ís­lenska liðið við sér aft­ur og jók mun­inn í 14 mörk í stöðunni 29:15. Þá fór Snorri Steinn að leyfa yngri leik­mönn­um að spreyta sig ásamt mönn­um sem voru að koma inn eft­ir meiðsli.

Þorsteinn Leó Gunnarsson brýst í gegnum vörn Georgíu.
Þor­steinn Leó Gunn­ars­son brýst í gegn­um vörn Georgíu. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Reyn­ir Þór Stef­áns­son skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar Ísland komst 30:17 yfir í leikn­um. Það er lítið annað að segja frá þess­um leik nema að Ísland vann að lok­um góðan sig­ur á Georgíu í loka­leik sín­um í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins 2026.

Orri Freyr Þorkels­son skoraði 8 mörk fyr­ir Ísland, þar af tvö úr vít­um. Vikt­or Gísli Hall­gríms­son varði 15 skot, þar af eitt víta­skot. Ísak Steins­son varði 2 skot.

Gi­orgi Tskhovr­eba­dze skoraði 7 mörk fyr­ir Georgíu og varði Dav­id Nika­ba­dze 10 skot, þar af tvö víti. Zurab Ts­intsa­dze varði 5 skot.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Ísland 33:21 Georgía opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert