Vissi að þetta færi ekki í neina vitleysu

Eva Gunnlaugsdóttir var glöð í leikslok.
Eva Gunnlaugsdóttir var glöð í leikslok. mbl.is/Jóhann Ingi

„Þetta var frá­bær upp­lif­un og mjög spenn­andi frá upp­hafi til enda,“ sagði Eva Gunn­laugs­dótt­ir, vara­formaður hand­knatt­leiks­deild­ar Vals, í sam­tali við mbl.is eft­ir 29:29-jafn­tefli liðsins á úti­velli gegn Porr­ino frá Spáni í gær.

Val­ur komst mest fimm mörk­um yfir en þegar skammt var eft­ir komst Porr­ino marki yfir. Val­ur svaraði og var hárs­breidd frá sigri.

„Þótt þær hafi náð þessu for­skoti og misst það niður sást það lang­ar leiðir hvað þær börðust vel. Þær gáf­ust aldrei upp og misstu aldrei haus­inn. Ég var smá spæld en ég vissi að þetta færi ekki í neina vit­leysu. Ég er rosa­lega ánægð með styrk­inn sem þær sýndu.“

Rúm­lega 2.000 fylltu höll­ina í spænska smá­bæn­um og úr varð gríðarleg stemn­ing. „Þessi stemn­ing var geggjuð. Það var mik­il gleði og all­ir að klappa all­an tím­ann. Fólk var líka mætt löngu fyr­ir leik og þetta var virki­lega flott.“

Seinni leik­ur­inn fer fram næst­kom­andi laug­ar­dag á Hlíðar­enda. „Það verður góður mögu­leiki og ég hef fulla trú á þeim,“ sagði Eva.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert