„Þetta var frábær upplifun og mjög spennandi frá upphafi til enda,“ sagði Eva Gunnlaugsdóttir, varaformaður handknattleiksdeildar Vals, í samtali við mbl.is eftir 29:29-jafntefli liðsins á útivelli gegn Porrino frá Spáni í gær.
Valur komst mest fimm mörkum yfir en þegar skammt var eftir komst Porrino marki yfir. Valur svaraði og var hársbreidd frá sigri.
„Þótt þær hafi náð þessu forskoti og misst það niður sást það langar leiðir hvað þær börðust vel. Þær gáfust aldrei upp og misstu aldrei hausinn. Ég var smá spæld en ég vissi að þetta færi ekki í neina vitleysu. Ég er rosalega ánægð með styrkinn sem þær sýndu.“
Rúmlega 2.000 fylltu höllina í spænska smábænum og úr varð gríðarleg stemning. „Þessi stemning var geggjuð. Það var mikil gleði og allir að klappa allan tímann. Fólk var líka mætt löngu fyrir leik og þetta var virkilega flott.“
Seinni leikurinn fer fram næstkomandi laugardag á Hlíðarenda. „Það verður góður möguleiki og ég hef fulla trú á þeim,“ sagði Eva.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |