Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki - Færeyjar líka

Ómar Ingi Magnússon skorar gegn Georgíu sem verður einnig á …
Ómar Ingi Magnússon skorar gegn Georgíu sem verður einnig á EM 2026 og er einn mögulegra mótherja Íslands þar. mbl.is/Birta Margrét

Karla­landslið Íslands í hand­knatt­leik verður í öðrum styrk­leika­flokki þegar dregið verður í riðla Evr­ópu­móts­ins 2026 sem fer fram í Dan­mörku, Nor­egi og Svíþjóð í janú­ar á næsta ári.

Góður ár­ang­ur í undan­keppn­inni tryggði Íslandi þessa stöðu en liðið vann alla sex leiki sína, síðast Georgíu í gær, 33:21, og fékk tólf stig af tólf mögu­leg­um.

Fær­ey­ing­ar hafa einnig verið sett­ir í ann­an styrk­leika­flokk en þeir  stóðu líka uppi sem sig­ur­veg­ar­ar í sín­um riðli og fengu níu stig af tólf mögu­leg­um eft­ir átta marka sig­ur á Úkraínu í lokaum­ferðinni í Þórs­höfn í gær.

Dregið verður í riðla í Hern­ing í Dan­mörku á fimmtu­dag­inn kem­ur, 15. maí, og eitt lið úr hverj­um flokki fer í hvern riðil móts­ins. Styrk­leika­flokk­arn­ir eru þess­ir:

1. flokk­ur: Frakk­land, Dan­mörk, Svíþjóð, Þýska­land, Ung­verja­land og Slóven­ía.

2. flokk­ur: Portúgal, Nor­eg­ur, Ísland, Króatía, Spánn og Fær­eyj­ar.

3. flokk­ur: Aust­ur­ríki, Hol­land, Svart­fjalla­land, Tékk­land, Pól­land og Norður-Makedón­ía.

4. flokk­ur: Georgía, Serbía, Sviss, Rúm­en­ía, Úkraína og Ítal­ía.

Þegar ligg­ur fyr­ir að Ísland verður í F-riðli í Kristianstad og get­ur ekki lent í riðli með Þýskalandi, sem verður í A-riðli í Hern­ing, Dan­mörku, sem verður í B-riðli í Hern­ing eða Svíþjóð sem verður í E-riðli í Mal­mö.

Það er því ljóst að mót­herji Íslands úr 1. flokki verður Frakk­land, Ung­verja­land eða Slóven­ía.

Ísland get­ur held­ur ekki mætt hinum liðunum í 2. flokki en þegar ligg­ur fyr­ir að Nor­eg­ur leik­ur í C-riðli í Ósló og Fær­eyj­ar í D-riðli í Ósló.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert