Viktor Gísli samdi við Barcelona

Viktor Gísli Hallgrímsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Vikt­or Gísli Hall­gríms­son, landsliðsmarkvörður í hand­knatt­leik, hef­ur samið við spænska stór­veldið Barcelona um að leika með því næstu tvö tíma­bil.

Vikt­or Gísli kem­ur frá pólska liðinu Wisla Plock þar sem hann lék í eitt tíma­bil.

Landsliðsmarkvörður­inn er 24 ára gam­all og hef­ur einnig leikið með Nan­tes í Frakklandi og GOG í Dan­mörku sem at­vinnumaður.

Ólst hann upp hjá Fram og hóf meist­ara­flokks­fer­il­inn þar ung­ur að aldri.

Mark­miðið frá því æsku

Hjá Barcelona mun Vikt­or Gísli mynda markv­arðat­eymi með Dan­an­um Emil Niel­sen. Í sam­tali við heimasíðu Börsunga kvaðst ís­lenski markvörður­inn hafa dreymt um að spila fyr­ir fé­lagið.

„Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við Barca fyr­ir næsta tíma­bil. Að spila fyr­ir Barca hef­ur verið mark­mið mitt svo lengi sem ég man eft­ir mér þannig að ég er mjög spennt­ur fyr­ir næsta tíma­bili.

Þetta er draum­ur að ræt­ast fyr­ir mig. Ég er mjög ánægður og ég get ekki beðið eft­ir að hitta og spila fyr­ir fram­an stuðnings­menn Barca!“ sagði Vikt­or Gísli.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert