Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, hefur samið við spænska stórveldið Barcelona um að leika með því næstu tvö tímabil.
Viktor Gísli kemur frá pólska liðinu Wisla Plock þar sem hann lék í eitt tímabil.
Landsliðsmarkvörðurinn er 24 ára gamall og hefur einnig leikið með Nantes í Frakklandi og GOG í Danmörku sem atvinnumaður.
Ólst hann upp hjá Fram og hóf meistaraflokksferilinn þar ungur að aldri.
Hjá Barcelona mun Viktor Gísli mynda markvarðateymi með Dananum Emil Nielsen. Í samtali við heimasíðu Börsunga kvaðst íslenski markvörðurinn hafa dreymt um að spila fyrir félagið.
„Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við Barca fyrir næsta tímabil. Að spila fyrir Barca hefur verið markmið mitt svo lengi sem ég man eftir mér þannig að ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili.
Þetta er draumur að rætast fyrir mig. Ég er mjög ánægður og ég get ekki beðið eftir að hitta og spila fyrir framan stuðningsmenn Barca!“ sagði Viktor Gísli.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía |
11.05 | Ísland | 33:21 | Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland |
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland |
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía |
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland |
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía |
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland |
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland |
10.11 | Georgía | 25:30 | Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía |
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |