Viktor sá fjórði hjá Barcelona

Viktor Gísli Hallgrímsson mun feta í fótspor Guðjóns Vals Sigurðssonar.
Viktor Gísli Hallgrímsson mun feta í fótspor Guðjóns Vals Sigurðssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar landsliðsmarkvörður­inn Vikt­or Gísli Hall­gríms­son klæðist mark­mann­streyju Barcelona verður hann fjórði Íslend­ing­ur­inn sem spil­ar fyr­ir stórliðið í Katalón­íu í íþrótt­inni. 

Viggó Sig­urðsson ruddi braut­ina árið 1978 eft­ir góða spila­mennsku með Vík­ingi og lék með Barcelona 1978 til 1980. 

Viggó Sigurðsson er í seinni tíð þekktari fyrir þjálfaraferilinn en …
Viggó Sig­urðsson er í seinni tíð þekkt­ari fyr­ir þjálf­ara­fer­il­inn en leik­manna­fer­il­inn. mbl.is/Þ​orkell Þorkels­son

Gróttumaður­inn Guðjón Val­ur Sig­urðsson lék með Barcelona árin 2014 til 2016. 

FH-ing­ur­inn Aron Pálm­ars­son lék með Barcelona árin 2017 til 2021. 

Það þóttu mikil tíðindi á sínum tíma þegar Barcelona tókst …
Það þóttu mik­il tíðindi á sín­um tíma þegar Barcelona tókst að næla í Aron Pálm­ars­son frá öðru stórliði: Veszprém í Ung­verjalandi. Ljós­mynd/​Barcelona

Fram­ar­inn Vikt­or Gísli er því í góðum fé­lags­skap en Barcelona hef­ur verið stórlið í hand­bolt­an­um í ára­tugi og raun­ar í þrem­ur bolta­grein­um. Viggó, Guðjón Val­ur og Aron urðu all­ir spænsk­ir meist­ar­ar með liðinu og Guðjón Val­ur var jafn­framt í sig­urliði Barcelona í Meist­ara­deild Evr­ópu. 

Eiður varð Evr­ópu­meist­ari

Þegar allt er talið verður Vikt­or Gísli sjötti Íslend­ing­ur­inn sem sem­ur við Barcelona. 

ÍR-ing­ur­inn Eiður Smári Guðjohnsen lék með knatt­spyrnuliði Barcelona 2006 til 2009 og var í liðinu sem sigraði í Meist­ara­deild­inni árið 2009 eins og frægt varð. 

Eiður Smári Guðjohnsen lék með heimsþekktum leikmönnum eins og Ronaldinho …
Eiður Smári Guðjohnsen lék með heimsþekkt­um leik­mönn­um eins og Ronald­in­ho hjá Barcelona. AFP

Haukamaður­inn Kári Jóns­son var um tíma hjá Barcelona en lék ekki með aðalliði fé­lags­ins í körfuknatt­leik. Kári var ein­ung­is 21 árs þegar hann samdi við fé­lagið en hinir Íslend­ing­arn­ir fimm voru all­ir orðnir þekkt nöfn í brans­an­um þegar þeir fóru til Katalón­íu. 

Kári Jónsson er einn þeirra sem komu Íslandi í lokakeppni …
Kári Jóns­son er einn þeirra sem komu Íslandi í loka­keppni EM í körf­unni sem fram fer síðsum­ars. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert