Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM

Sandra Erlingsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir faðmast eftir sigur Íslands …
Sandra Erlingsdóttir og Rut Arnfjörð Jónsdóttir faðmast eftir sigur Íslands á Ísrael í síðari leik liðanna í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­knatt­leik verður í þriðja styrk­leika­flokki af fjór­um þegar dregið verður í riðla fyr­ir HM 2025 í Den Bosch í Hollandi í næstu viku, þann 22. maí.

Ísland tryggði sér sæti á heims­meist­ara­mót­inu með tveim­ur ör­ugg­um sigr­um á Ísra­el í um­spili í síðasta mánuði. Mótið fer fram í Hollandi og Þýskalandi frá 26. nóv­em­ber til 14. des­em­ber.

Á síðasta heims­meist­ara­móti í Dan­mörku, Nor­egi og Svíþjóð í lok árs­ins 2023 var Ísland í fjórða styrk­leika­flokki fyr­ir drátt­inn, hafnaði í fjórða sæti og komst því ekki áfram í mill­iriðla en vann For­seta­bik­ar­inn.

Þátt­tökuþjóðir eru alls 32 og verður dregið í átta riðla þar sem þrjú efstu lið hvers þeirra fara áfram í mill­iriðil.

Styrk­leika­flokk­arn­ir eru sem hér seg­ir:

Fyrsti styrk­leika­flokk­ur: Frakk­land, Nor­eg­ur, Dan­mörk, Ung­verja­land, Svíþjóð, Hol­land, Þýska­land, Svart­fjalla­land.
Ann­ar styrk­leika­flokk­ur: Pól­land, Bras­il­ía, Serbía, Rúm­en­ía, Sviss, Spánn, Aust­ur­ríki, Angóla.
Þriðji styrk­leika­flokk­ur: Tékk­land, Jap­an, Senegal, Ísland, Arg­entína, Fær­eyj­ar, Suður-Kórea, Tún­is.
Fjórði styrk­leika­flokk­ur: Egypta­land, Úrúg­væ, Kasakst­an, Parag­væ, Íran, Kúba, Kína, Króatía.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert