Yfirgefur franska liðið

Dagur Gautason og Haukur Þrastarson á landsliðsæfingu.
Dagur Gautason og Haukur Þrastarson á landsliðsæfingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hand­knatt­leiksmaður­inn Dag­ur Gauta­son mun róa á önn­ur mið í sum­ar þegar tíma­bili hans með franska liðinu Mont­p­ellier lýk­ur.

Dag­ur er 25 ára vinstri hornamaður sem samdi við Mont­p­ellier í fe­brú­ar síðastliðnum. Í sam­tali við Hand­bolta.is staðfesti hann að sam­starf­inu yrði ekki haldið áfram þrátt fyr­ir áhuga beggja aðila um.

Fyr­ir hjá Mont­p­ellier er Sví­inn Lucas Pellas auk þess sem fé­lagið var þegar búið að semja við vinstri horna­mann frá Par­ís SG. Þótti Mont­p­ellier ekki stætt á því að hafa þrjá vinstri horna­menn í sín­um röðum og því held­ur Dag­ur annað í sum­ar.

Lít­ur hann nú í kring­um sig en kveðst ekki vera með neitt til­boð í hendi sem stend­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert