Handknattleiksmaðurinn Dagur Gautason mun róa á önnur mið í sumar þegar tímabili hans með franska liðinu Montpellier lýkur.
Dagur er 25 ára vinstri hornamaður sem samdi við Montpellier í febrúar síðastliðnum. Í samtali við Handbolta.is staðfesti hann að samstarfinu yrði ekki haldið áfram þrátt fyrir áhuga beggja aðila um.
Fyrir hjá Montpellier er Svíinn Lucas Pellas auk þess sem félagið var þegar búið að semja við vinstri hornamann frá París SG. Þótti Montpellier ekki stætt á því að hafa þrjá vinstri hornamenn í sínum röðum og því heldur Dagur annað í sumar.
Lítur hann nú í kringum sig en kveðst ekki vera með neitt tilboð í hendi sem stendur.