„Þetta er óraunverulegt,“ sagði hornakonan Lilja Ágústsdóttir í samtali við mbl.is eftir að hún varð Evrópubikarmeistari í handbolta með Val eftir eins marks heimasigur á Porrino frá Spáni.
„Mér líður eins og það sé einn leikur í viðbót. Þetta er rosalega skrítið,“ bætti Lilja við.
Valur var með gott forskot þegar skammt var eftir en hélt að lokum út eftir gott áhlaup hjá spænska liðinu.
„Lokamínúturnar liðu sjúklega hægt en á sama tíma þá leit ég á klukkuna þegar það voru tíu mínútur og svo allt í einu var þetta búið,“ sagði hún kát.
Lilja hefur glímt við meiðsli í hné og var ekkert með í fyrri leiknum vegna þessa. Hún byrjaði á bekknum en kom afar sterk inn í vinstra hornið.
„Heilsan er fín. Ég er í smá sjokki og mér er ekki illt en mér er samt illt. Hugurinn er einhvern veginn að blekkja mann,“ sagði hún.
Lilja skoraði fjögur mörk í leiknum en hvaða skilaboð fékk hún þegar hún kom inn á?
„Ég átti að hoppa, bíða og horfa á markvörðinn. Ég man ekkert eftir því að hafa gert það samt, þótt þetta heppnaðist vel.“
En hvernig er að vera Evrópubikarmeistari fyrir framan fullan Hlíðarenda?
„Þetta er ógeðslega skrítið en ég er rosalega þakklát fyrir að fá að vera með. Þetta eru algjör forréttindi að fá að vera með þessum stelpum í liði. Við erum allar atvinnumenn þótt við séum á lágum launum. Þetta er ótrúlega fallegt og flott.
Ég er rosalega þakklát fyrir hvað var vel mætt. Það er ekki sjálfsagt að fá svona mætingu. Það er dýrmætt að fá svona marga. Okkur langaði að gera þetta fyrir fólkið okkar. Þetta eru ekki bara við heldur fólkið okkar líka,“ sagði hún.
Verður þá ekki gott Júróvisionteiti í kvöld? „Áfram Ísland, áfram Væb,“ sagði Lilja að lokum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía | ||
11.05 | Ísland | ![]() |
33:21 | ![]() |
Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland | ||
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland | ||
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía | ||
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland | ||
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía | ||
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland | ||
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland | ||
10.11 | Georgía | ![]() |
25:30 | ![]() |
Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía | ||
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Ísland | 6 | 6 | 0 | 0 | 196:143 | 53 | 12 |
2 | Georgía | 6 | 3 | 0 | 3 | 151:162 | -11 | 6 |
3 | Grikkland | 6 | 2 | 0 | 4 | 151:168 | -17 | 4 |
4 | Bosnía | 6 | 1 | 0 | 5 | 143:168 | -25 | 2 |
11.05 | Grikkland | 30:23 | Bosnía | ||
11.05 | Ísland | ![]() |
33:21 | ![]() |
Georgía |
08.05 | Georgía | 29:26 | Grikkland | ||
07.05 | Bosnía | 25:34 | Ísland | ||
16.03 | Bosnía | 20:22 | Georgía | ||
15.03 | Ísland | 33:21 | Grikkland | ||
13.03 | Georgía | 28:26 | Bosnía | ||
12.03 | Grikkland | 25:34 | Ísland | ||
10.11 | Bosnía | 23:22 | Grikkland | ||
10.11 | Georgía | ![]() |
25:30 | ![]() |
Ísland |
06.11 | Ísland | 32:26 | Bosnía | ||
06.11 | Grikkland | 27:26 | Georgía |