Hugurinn er einhvern veginn að blekkja mann

Lilja í færi í dag.
Lilja í færi í dag. mbl.is/Hákon

„Þetta er óraun­veru­legt,“ sagði horna­kon­an Lilja Ágústs­dótt­ir í sam­tali við mbl.is eft­ir að hún varð Evr­ópu­bikar­meist­ari í hand­bolta með Val eft­ir eins marks heima­sig­ur á Porr­ino frá Spáni.

„Mér líður eins og það sé einn leik­ur í viðbót. Þetta er rosa­lega skrítið,“ bætti Lilja við.

Val­ur var með gott for­skot þegar skammt var eft­ir en hélt að lok­um út eft­ir gott áhlaup hjá spænska liðinu.

„Loka­mín­út­urn­ar liðu sjúk­lega hægt en á sama tíma þá leit ég á klukk­una þegar það voru tíu mín­út­ur og svo allt í einu var þetta búið,“ sagði hún kát.

mbl.is/​Há­kon

Lilja hef­ur glímt við meiðsli í hné og var ekk­ert með í fyrri leikn­um vegna þessa. Hún byrjaði á bekkn­um en kom afar sterk inn í vinstra hornið.

„Heils­an er fín. Ég er í smá sjokki og mér er ekki illt en mér er samt illt. Hug­ur­inn er ein­hvern veg­inn að blekkja mann,“ sagði hún.

Lilja skoraði fjög­ur mörk í leikn­um en hvaða skila­boð fékk hún þegar hún kom inn á?

„Ég átti að hoppa, bíða og horfa á markvörðinn. Ég man ekk­ert eft­ir því að hafa gert það samt, þótt þetta heppnaðist vel.“

En hvernig er að vera Evr­ópu­bikar­meist­ari fyr­ir fram­an full­an Hlíðar­enda?

„Þetta er ógeðslega skrítið en ég er rosa­lega þakk­lát fyr­ir að fá að vera með. Þetta eru al­gjör for­rétt­indi að fá að vera með þess­um stelp­um í liði. Við erum all­ar at­vinnu­menn þótt við séum á lág­um laun­um. Þetta er ótrú­lega fal­legt og flott.

Ég er rosa­lega þakk­lát fyr­ir hvað var vel mætt. Það er ekki sjálfsagt að fá svona mæt­ingu. Það er dýr­mætt að fá svona marga. Okk­ur langaði að gera þetta fyr­ir fólkið okk­ar. Þetta eru ekki bara við held­ur fólkið okk­ar líka,“ sagði hún.

Verður þá ekki gott Júróvisi­onteiti í kvöld? „Áfram Ísland, áfram Væb,“ sagði Lilja að lok­um.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert