Loksins fengum við að upplifa það

Thea kampakát í leikslok.
Thea kampakát í leikslok. mbl.is/Hákon

„Það er erfitt að lýsa þessu. Þetta er ein­stök til­finn­ing, sem er ógeðslega góð,“ sagði Thea Imani Sturlu­dótt­ir leikmaður Vals í sam­tali við mbl.is eft­ir að hún varð Evr­ópu­bikar­meist­ari með liði sínu eft­ir sig­ur á spænska liðinu Porr­ino á heima­velli.

Val­ur var með sjö marka for­skot þegar skammt var eft­ir. Að lok­um vann Valsiðið með einu marki eft­ir mikið áhlaup hjá spænska liðinu.

„Taug­arn­ar voru mikl­ar. Það eru ekki mörg lið sem spila svona aggresí­va vörn og gera það vel. Á þess­um lokakafla misst­um við damp­inn. Fram að því gerðum við vel í að stilla okk­ur af og halda áfram að bæta í for­skotið.“

Val­ur vann Evr­ópu­bik­ar­inn fyr­ir fram­an troðfull­an Hlíðar­enda af stuðnings­mönn­um sín­um.

„Það er ómet­an­legt að fá svona mik­inn stuðning hérna. Maður hef­ur oft mætt hingað og séð úr­slita­keppn­ina í körf­unni hjá körl­un­um og Evr­ópu­leik­ina og það er troðið. Loks­ins feng­um við að upp­lifa það og það er svo gam­an. Ég vil þakka öll­um kær­lega fyr­ir kom­una.“

En er Thea búin að átta sig á því að hún sé Evr­ópu­bikar­meist­ari?

„Ég er búin að melta þetta aðeins núna og það kem­ur ef­laust bet­ur þegar við fögn­um inn í klefa. Nú er það beint í júróvisi­on­partí,“ sagði Thea.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert