Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum

Valsmenn taka hressilega á Framaranum Reyni Þór Stefánssyni í leiknum …
Valsmenn taka hressilega á Framaranum Reyni Þór Stefánssyni í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram og Val­ur átt­ust við í öðrum leik sín­um í úr­slita­ein­vígi liðanna um Íslands­meist­ara­titil karla í hand­bolta í Úlfarsár­dal í kvöld og lauk leikn­um með 27:26 sigri Fram.

Staðan í ein­víg­inu er því 2:0 og get­ur Fram tryggt sér Íslands­meist­ara­titil­inn með sigri á fimmtu­dag þegar liðin mæt­ast í þriðja leikn­um á Hlíðar­enda.

Vals­menn byrjuðu leik­inn vel í kvöld og komust 3:1 yfir í leikn­um. Fram jafnaði síðan í 5:5 og komst yfir 6:5 með marki frá Reyni Þór Stef­áns­syni. Fram­ar­ar leiddu síðan leik­inn allt þangað til á 27. mín­útu þegar Ísak Gúst­afs­son jafnaði leik­inn í stöðunni 14:14.

Vals­menn náðu síðan tveggja marka for­skoti í stöðunni 16:14 en Fram jafnaði leik­inn og komst yfir á síðustu sek­úndu hálfleiks­ins. Staðan í hálfleik var 17:16 fyr­ir Fram.

Reyn­ir Þór Stef­áns­son skoraði 5 mörk í fyrri hálfleik fyr­ir Fram en Arn­ór Máni Daðason varði 9 skot, þar af eitt víti.

Hjá Vals­mönn­um var Ísak Gúst­afs­son einnig með 5 mörk og varði Björg­vin Páll Gúst­avs­son 8 skot, þar af eitt víta­skot.

Fram byrjaði seinni hálfleik­inn og kom Er­lend­ur Guðmunds­son heima­mönn­um tveim­ur mörk­um yfir í stöðunni 18:16. Fram gerði enn bet­ur og náði 4 marka for­skoti í stöðunni 20:16 en þá fyrst skoruðu Vals­menn í seinni hálfleik og minnkuðu mun­inn í 20:17.

Vals­menn minnkuðu mun­inn í 20:19 og 21:20. Fengu gest­irn­ir mörg tæki­færi til að jafna leik­inn en Breki Hrafn Árna­son sem kom í mark Fram í seinni hálfleik átti sann­kallaðan stór­leik og á þess­um tíma­punkti í leikn­um var hann kom­inn með 8 var­in skot.

Fram náði þriggja marka for­skoti í stöðunni 23:20 en Úlfar Páll Monsi Þórðar­son skoraði þá fyr­ir Vals­menn. Varn­ar­leik­ur Fram var feiki­lega sterk­ur í kvöld og það sem slapp í gegn náðu markverðirn­ir tveir að verja með fáum und­an­tekn­ing­um. Þessu til rök­stuðnings skal sagt að Vals­menn voru bún­ir að skora 5 mörk í leikn­um þegar 20 mín­út­ur voru bún­ar af seinni hálfleik.

Vals­menn reyndu allt sem í þeirra valdi stóð til að saxa niður for­skot Fram en hið öf­uga gerðist. Fram náði 5 marka for­skoti í stöðunni 26:22 og slétt­ar 5 mín­út­ur eft­ir af leikn­um.

Vals­menn gerðu al­vöru áhlaup á loka­mín­út­um leiks­ins og náðu að minnka mun­inn í eitt mark þegar 1:15 voru eft­ir af leikn­um og staðan 27:26. Björg­vin Páll Gúst­avs­son varði sann­kallað dauðafæri í kjöl­farið og fengu Vals­menn tæki­færi til að jafna þegar 28 sek­únd­ur voru eft­ir af leikn­um. Vals­mönn­um tókst ekki að skora úr sinni síðustu sókn og sig­ur Fram staðreynd.

Reyn­ir Þór Stef­áns­son skoraði 8 mörk fyr­ir Fram. Arn­ór Máni varði 9 skot og Breki Hrafn 8 í marki heima­manna.

Hjá Val skoraði Ísak Gúst­afs­son 5 mörk og varði Björg­vin Páll 16 skot, þar af eitt víti.

Fram 27:26 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert