Ekki verið að eyða seðlum í einhverja gæja

Magnús Öder tekur við bikarnum í kvöld.
Magnús Öder tekur við bikarnum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar leið á tíma­bilið fann ég að við gát­um unnið þetta allt sam­an,“ sagði Magnús Öder Ein­ars­son fyr­irliði Fram í sam­tali við mbl.is eft­ir að liðið varð Íslands­meist­ari í hand­bolta í fyrsta skipti í rúm­an ára­tug með sigri á Val í þriðja leik liðanna í úr­slit­um í kvöld.

„Við vor­um alltaf að bæta okk­ur og þegar leið á tíma­bilið fóru menn að þrosk­ast meira og meira. Þegar við lent­um á veggj­um eða lent­um í vand­ræðum unn­um við okk­ur alltaf úr þeim. Við vor­um orðnir eins og vel smurð vél og all­ir voru með sín hlut­verk á hreinu.

Í fyrsta leik fannst mér við með þá. Þetta var eins og að spila á heima­velli. Við misst­um síðan for­skotið niður í öðrum leik. Ég átti al­veg eins von á því að fá fjórða leik í Úlfarsár­dal en þegar það voru fimm mín­út­ur eft­ir sigld­um við þessu heim, eins og svo oft áður,“ sagði Magnús.

Fram­ar­ar voru í meiri­hluta áhorf­enda í kvöld og Magnús er þakk­lát­ur fyr­ir stuðning­inn.

„Það voru fleiri Fram­ar­ar hérna í dag. Við vor­um bún­ir að fylla stúk­una löngu fyr­ir leik og ég heyrði bara í Frömur­um í stúk­unni. Ég er ofboðslega stolt­ur af Frömur­um fyr­ir þenn­an stuðning,“ sagði hann.

Flest­ir í Framliðinu eru upp­al­d­ir og marg­ir ung­ir. Það ger­ir af­rekið enn sæt­ara að mati Magnús­ar.

„Þetta gef­ur þess­um bik­ar og þess­um titli auka­vægi. Að gera þetta svona, spila á ung­um og upp­öld­um leik­mönn­um. Það er ekki verið að eyða seðlum í ein­hverja gæja. Þetta er enn þá sæt­ara svona,“ sagði hann.

Magnús er sjálf­ur Sel­fyss­ing­ur en kom til Fram í byrj­un árs 2022. Það var ekki fyr­ir pen­ing­ana, s.s.?

„Nei, nei, nei. Ég er í hand­bolta fyr­ir leik­gleði og auðvitað fyr­ir titla núna,“ sagði Magnús.

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert