Íslendingaliðið úr leik í titilbaráttunni

Elvar Örn Jónsson.
Elvar Örn Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elv­ar Örn Jóns­son skoraði fjög­ur mörk fyr­ir Melsungen þegar liðið gerði svekkj­andi jafn­tefli, 26:26, gegn Lem­go á heima­velli í 33. og næst­síðustu um­ferð þýsku 1. deild­ar­inn­ar í hand­bolta í kvöld.

Arn­ar Freyr Arn­ars­son skoraði ekki fyr­ir Melsungen sem er í þriðja sæt­inu með 53 stig, stigi minna en Füch­se Berlín sem á leik til góða á Melsungen. Sig­ur Mag­deburg­ar gegn Flens­burg í kvöld þýðir að Melsungen er úr leik í titil­bar­átt­unni.

Andri Már Rún­ars­son var marka­hæst­ur hjá Leipzig með sjö mörk þegar liðið tapaði með níu marka mun fyr­ir Bietig­heim-Metterzimmern á heima­velli, 34:25. Rún­ar Sig­tryggs­son er þjálf­ari Lem­go en liðið er með 21 stig í þrett­ánda sæt­inu.

Þá gerði Hanno­ver-Burgdorf jafn­tefli gegn Kiel á heima­velli, 29:29, en liðið er með 44 stig í sjötta sæt­inu. Heiðmar Felix­son er aðstoðarþjálf­ari Hanno­ver-Burgdorf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert