Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk fyrir Melsungen þegar liðið gerði svekkjandi jafntefli, 26:26, gegn Lemgo á heimavelli í 33. og næstsíðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handbolta í kvöld.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyrir Melsungen sem er í þriðja sætinu með 53 stig, stigi minna en Füchse Berlín sem á leik til góða á Melsungen. Sigur Magdeburgar gegn Flensburg í kvöld þýðir að Melsungen er úr leik í titilbaráttunni.
Andri Már Rúnarsson var markahæstur hjá Leipzig með sjö mörk þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Bietigheim-Metterzimmern á heimavelli, 34:25. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Lemgo en liðið er með 21 stig í þrettánda sætinu.
Þá gerði Hannover-Burgdorf jafntefli gegn Kiel á heimavelli, 29:29, en liðið er með 44 stig í sjötta sætinu. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.