Handknattleikskonan Anna María Aðalsteinsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning hjá ÍR.
Anna er uppalin í Breiðholtinu og hjálpaði ÍR að komast í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn. Hún skoraði sigurmarkið í oddaleik gegn Selfossi til að tryggja sæti liðsins í undanúrslitum.
Ír, sem endaði í fimmta sæti deildarinnar, mátti þola tap gegn Val í undanúrslitum.
„Við ÍR-ingar erum afar ánægðir með að Anna María verði áfram á heimaslóðum næstu árin, “ stendur í tilkynningu frá félaginu.