Verður áfram hjá ÍR

Anna María Aðalsteinsdóttir.
Anna María Aðalsteinsdóttir. Ljósmynd/ÍR

Hand­knatt­leiks­kon­an Anna María Aðal­steins­dótt­ir hef­ur skrifað und­ir nýj­an tveggja ára samn­ing hjá ÍR.

Anna er upp­al­in í Breiðholt­inu og hjálpaði ÍR að kom­ast í undanúr­slit úr­slita­keppn­inn­ar í fyrsta sinn. Hún skoraði sig­ur­markið í odda­leik gegn Sel­fossi til að tryggja sæti liðsins í undanúr­slit­um.

Ír, sem endaði í fimmta sæti deild­ar­inn­ar, mátti þola tap gegn Val í undanúr­slit­um.

„Við ÍR-ing­ar erum afar ánægðir með að Anna María verði áfram á heima­slóðum næstu árin, “ stend­ur í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert