Fyrstu verðlaun Færeyja á HM

Óli Mittún var markahæstur með níu mörk.
Óli Mittún var markahæstur með níu mörk. Ljósmynd/IHF

Fær­eyj­ar höfðu bet­ur gegn Svíþjóð, 27:26, í brons­leikn­um á heims­meist­ara­móti karla U21 árs í hand­bolta í Póllandi í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem fær­eyskt lið í nokk­urri íþrótt vinn­ur til verðlauna á heims­meist­ara­móti.

Fær­ey­ing­ar rétt misstu af sæti í úr­slita­leikn­um en þeir töpuðu í tvífram­lengd­um leik gegn Portúgal, 38:37.

Sví­ar voru skrefi á und­an en aldrei munaði meira en tveim­ur mörk­um á liðunum í fyrri hálfleik sem endaði 12:12.

Fær­ey­ing­ar áttu frá­bær­an kafla um miðjan seinni hálfleik og komust fjór­um mörk­um yfir. Sví­ar gáf­ust ekki upp og náðu að minnka mun­inn í eitt mark en Fær­ey­ing­ar héldu út og unnu leik­inn 27:26.

Óli Mit­tún var marka­hæst­ur í fær­eyska liðinu með níu mörk í leikn­um og er marka­hæsti leikmaður móts­ins.

Al­ex­and­er Lacok, markmaður fær­eyska liðsins, var val­inn besti maður leiks­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert