Hundrað hestar á setningu landsmóts

Landsmót hestamanna 2024 var formlega sett í gærkvöldi.
Landsmót hestamanna 2024 var formlega sett í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Landsmót hestamanna árið 2024 í Reykjavík var formlega sett í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í Víðidalnum af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, leiddi fánareið knapa og hesta frá 46 hestamannafélögum landsins.

Mikill mannfjöldi var í brekkunni við athöfnina og héldu ráðherrar ræður ásamt Einari Þorsteinssyni borgarstjóra og Hirti Bergstað formanni Fáks

Um hundrað prúðbúnir knapar riðu í fánareiðinni.
Um hundrað prúðbúnir knapar riðu í fánareiðinni. mbl.is/Árni Sæberg
Kampakátir gestir fylgdust með glæsilegum knöpum og hestum.
Kampakátir gestir fylgdust með glæsilegum knöpum og hestum. mbl.is/Árni Sæberg
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg
Einar Þorsteinsson borgarstjóri hélt stutta ræðu um mikilvægi hestamennsku í …
Einar Þorsteinsson borgarstjóri hélt stutta ræðu um mikilvægi hestamennsku í samfélaginu. mbl.is/Árni Sæberg
Knapar og hestar biðu á meðan ræðuhöld stóðu.
Knapar og hestar biðu á meðan ræðuhöld stóðu. mbl.is/Árni Sæberg




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert