Lærisveinar Guðjóns sigruðu - Viggó stórgóður

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Ljósmynd/Gummersbach

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu góðan sigur gegn Erlangen, 28:24, í efstu deild þýska handboltans í dag.

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og lagði upp tvö. Elliði Snær Viðarsson, samherji Teits, var ekki með í dag vegna meiðsla.

Gummersbach situr í sjöunda sæti eftir sigurinn með 14 stig.

Lærisveinar Rúnars töpuðu naumt

Leipzig mátti þola tap gegn Hamburg, 33:32, í dag. Rúnar Sigtryggsson þjálfar Leipzig.

Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Leipzig. Samherji hans Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk

Leipzig situr í 12. sæti með 12 stig eftir 13 leiki.

Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason og félagar í Göppingen unnu öruggan sigur gegn Lemgo, 29:22, í dag.

Ýmir lagði upp eitt mark fyrir Göppingen sem situr í 15. sæti deildarinnar með sex stig.

Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk í dag.
Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk í dag. AFP/Ina Fassbender
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert