Metskráning á hestaíþróttamót

Reykjavíkurmót Fáks hefst um næstu helgi.
Reykjavíkurmót Fáks hefst um næstu helgi. Ljósmynd/Aðsend

Skrán­ing­ar­met hef­ur verið slegið fyr­ir hið ár­lega Reykja­vík­ur­mót Fáks sem fer fram í Víðidaln­um frá 8. til 15. júní.

Alls hafa borist 1.027 skrán­ing­ar á mótið, sem hef­ur lengi verið eitt stærsta hestaíþrótta­mót sem haldið er á Íslandi.

Í til­kynn­ingu frá Lands­sam­bandi hesta­manna­fé­laga kem­ur fram að vegna þess að fjöldi skrán­inga hafi farið fram úr björt­ustu von­um hafi þurft að bæta við heil­um keppn­is­degi. Mik­il ánægja ríki vegna þess mikla vaxt­ar og áhuga sem rík­ir á hestaíþrótt­um.

Reykja­vík­ur­mót Fáks er World Rank­ing-mót, sem þýðir að ár­ang­ur kepp­enda í WR-grein­um tel­ur inn á heimslista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert