Hvað var Luis Suárez að hugsa?

Hvað var Luis Su­árez að hugsa? Fyr­ir sex dög­um sýndi hann snilli sína á knatt­spyrnu­vell­in­um er hann skoraði tvö glæsi­leg mörk í sigri Úrúg­væ á Englandi á HM í fót­bolta, sem fer nú fram í Bras­il­íu, eft­ir að hafa verið frá vegna meiðsla. Í gær komst hann aft­ur í heims­frétt­irn­ar fyr­ir – að því er virt­ist – að bíta ít­alsk­an varn­ar­mann.

Fjöl­miðlar um all­an heim hafa fjallað mikið um at­vikið sem átti sér stað um 10 mín­út­um fyr­ir leiks­lok í lands­leik Úrúg­væ og Ítal­íu sem fór fram í gær. Gár­ung­ir voru fljót­ir að fara af stað og segja að fram­herj­inn væri nú enn á milli tann­anna á fólki, sókn­ar­leik­ur Úrúg­væ í leikn­um hefði verið bit­laus fram að þessu augna­bliki, ít­alski varn­ar­maður­inn hefði gert Su­árez kjaftstopp og svo mætti lengi halda áfram.

Mögu­lega dæmd­ur í langt keppn­is­bann

Þá hef­ur umræðan verið síst minni á sam­fé­lags­miðlum á borð við Face­book og Twitter, en nefna má fót­bolta­stjörn­ur á borð við Rio Fer­d­inand og Michael Owen sem hafa lýst furðu sinni á at­vik­inu. Su­árez hef­ur í tvígang áður gerst sek­ur um að bíta and­stæðing á knatt­spyrnu­vell­in­um en að þessu sinni var fórn­ar­lambið Gi­orgio Chiell­ini, varn­ar­maður ít­alska landsliðsins. 

Chiell­ini kvartaði sár­an og reyndi að sýna dóm­ar­an­um meint bit­f­ar en án ár­ang­urs. Su­árez held­ur því hins veg­ar fram að þeir hafi ein­fald­lega rek­ist harka­lega sam­an og ger­ir lítið úr at­vik­inu í sam­tali við úr­úg­væska fjöl­miðla.

Verði Su­árez fund­inn sek­ur um bitið þá á hann yfir höfði sér langt keppn­is­bann og þar af leiðandi ljóst að hann kem­ur ekki meira við sögu á heims­meist­ara­mót­inu. Rætt er um að hann geti mögu­lega verið bannaður frá knatt­spyrnuiðkun í tvö ár. Knatt­spyrnu­sam­band Úrúg­væ og Su­árez hafa frest til klukk­an 20 að ís­lensk­um tíma til að svara fyr­ir hegðun fram­herj­ans í leikn­um.

En það er alltaf ein­hver sem græðir og að þessu sinni er það 23 ára gam­all Norðmaður, Thom­as Sy­versen, sem græddi sem sam­svar­ar um 100.000 ís­lensk­um krón­um eft­ir að hafa veðjað á það að Su­árez myndi bíta ein­hvern leik­mann Ítal­íu í leik liðanna á HM í gær. 

Reis eins og fugl­inn Fön­ix

Menn hafa vita­skuld furðað sig á þess­ari hegðun Su­árez því fáir ef­ast um hæfi­leika hans á knatt­spyrnusviðinu líkt og áður­nefnd frammistaða hans gegn Englandi ber vott um auk þess sem hann átti frá­bært tíma­bil að baki með fé­lagsliði sínu, enska úr­vals­deild­arliðinu Li­verpool.

Li­verpool hafnaði í öðru sæti deild­ar­inn­ar – en átti um tíma raun­veru­leg­an mögu­leika á því að að krækja í bik­ar­inn eft­ir­sótta – og er það ekki síst frammistöðu Su­árez að þakka. Hann varð markakóng­ur ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar á nýliðnu tíma­bili þegar hann skoraði 31 mark í 33 leikj­um með Li­verpool og var auk þess val­inn besti leikmaður móts­ins.

Segja má að hann hafi risið upp úr úr öskustónni eins og fugl­inn Fön­ix en hann missti af byrj­un móts­ins því hann var dæmd­ur í 10 leikja bann fyr­ir að bíta varn­ar­mann­inn Bran­islav Ivanovic er Li­verpool tók á móti Chel­sea á An­field 21. apríl 2013.

Und­ir­ritaður var stadd­ur á vell­in­um er kapp­leik­ur­inn fór fram og var einn af mörg­um – ásamt dóm­ar­an­um – sem misstu af at­vik­inu. Það tóku hins veg­ar all­ir eft­ir því þegar Su­árez jafnaði met­in í upp­bót­ar­tíma og ærðust stuðnings­menn Li­verpool af gleði. Leik­ar enduðu 2:2 en mynda­vél­arn­ar á vell­in­um sáu allt sem gerðist, einnig at­vikið á milli Su­árez og Ivanovic, og var sá fyrr­nefndi dæmd­ur í bann.

Þá er vert að geta þess að Su­árez fékk 7 leikja bann árið 2010 fyr­ir að bíta and­stæðing er hann lék með Ajax í hol­lensku deild­inni.

Thom­as Fawcett, sem er einn þekkt­asti íþrótta­sál­fræðing­ur Bret­lands, sagði eft­ir að Su­árez hafði bitið Ivanovic að hann væri lík­leg­ur til að end­ur­taka leik­inn, því svona lagað væri í skap­gerð viðkom­andi ein­stak­lings.

„Mannæt­an frá Ajax“

Su­árez er 27 ára gam­all en hann fædd­ist 24. janú­ar árið 1987 í borg­inni Salto í Úrúg­væ. Hann er fjórði í röð sjö bræðra og þegar Su­árez var sjö ára gam­all flutti hann með fjöl­skyldu sinni til Montevi­deo, sem er höfuðborg Úrúg­væ, og á göt­um borg­ar­inn­ar þróaði hann knatt­spyrnu­hæfi­leika sína. For­eldr­ar hans skildu er hann var níu ára, að því er fram kem­ur á um­fjöll­un um kapp­ann á vef Wikipediu.

Þegar hann var 14 ára gam­all gekk hann til liðs við ung­mennalið úr­úg­væska liðsins Nacional og þegar hann var 16 ára gam­all komst hann í vand­ræði fyr­ir að skalla dóm­ara sem hafði gefið hon­um rautt spjald í leik.

Þegar þjálf­ari liðsins komst síðar að því að Su­árez hefði verið að drekka áfengi og skemmta sér sagði þjálf­ar­inn að Su­árez myndi ekki eiga neina framtíð á knatt­spyrnu nema hann færi að sýna ábyrgð og taka fót­bolt­ann al­var­lega.

Hann virðist hafa tekið seinni kost­inn, því í maí 2005, þegar Su­árez var 18 ára gam­all, þreytti hann frum­raun sína með aðalliði Nacional. Í sept­em­ber sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyr­ir liðið. Alls skoraði hann 10 mörk í 27 leikj­um fyr­ir liðið sem endaði sem meist­ari tíma­bilið 2005-2006.

Útsend­ar­ar hol­lenska knatt­spyrnuliðsins Groningen komu auga á Su­árez er þeir voru stadd­ir í land­inu til að fylgj­ast með öðrum úr­úg­væsk­um leik­manni. Þeir heilluðust af hæfi­leik­um hans og í fram­hald­inu lá leið Su­árez til Hol­lands. Eft­ir að hafa leikið eitt tíma­bil með Groningen lá leið hans til Ajax sem keypti hann fyr­ir 7,5 millj­ón­ir evra og með liðinu var hann tæp fjög­ur tíma­bil. Alls skoraði hann 111 mörk fyr­ir Ajax í 159 leikj­um sem er met. En hann gerðist jafn­framt sek­ur um að bíta and­stæðing þegar Ajax atti kappi við PSV Eind­ho­ven. Eft­ir at­vikið var Su­árez kallaður „mannæt­an frá Ajax“.

Þunn lína á milli snilli­gáfu og brjálæðis

Þaðan lá leiðin til Li­verpool sem keypti kapp­ann fyr­ir 22,8 millj­ón­ir punda og þar hef­ur hann svo sann­ar­lega slegið í gegn. Hann hef­ur aft­ur á móti einnig komið sér í vand­ræði á Englandi, sem fyrr seg­ir, en auk þess að bíta Ivanovic var Su­árez dæmd­ur í átta leikja bann fyr­ir kynþátt­aníð gagn­vart Pat­rice Evra, leik­manni Manchester United, í leik sem fór fram 15. októ­ber 2011.

Það er þunn lína á milli þess að vera snill­ing­ur eða brjálæðing­ur – hetja eða skúrk­ur. Hér að neðan má sjá þegar Su­árez bít­ur þrjá and­stæðinga sína; fyrst í leik með Ajax 2010, svo með Li­verpool þrem­ur árum síðar og loks í leikn­um með landsliði Úrúg­væ í gær.

Marg­ir velta fyr­ir sér hvað fram­herj­inn knái hafi verið að hugsa – og kannski frek­ar hvort hann hafi verið að hugsa yfir höfuð. Svarið ligg­ur hjá Su­árez sjálf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Valur 18 11 4 3 46:24 22 37
2 Víkingur R. 18 9 5 4 33:24 9 32
3 Breiðablik 18 9 5 4 30:24 6 32
4 Stjarnan 18 8 4 6 34:30 4 28
5 Vestri 18 8 2 8 19:17 2 26
6 Fram 18 7 4 7 28:25 3 25
7 KA 18 6 4 8 18:32 -14 22
8 ÍBV 18 6 3 9 16:25 -9 21
9 Afturelding 17 5 5 7 20:25 -5 20
10 FH 17 5 4 8 28:25 3 19
11 KR 17 4 5 8 37:40 -3 17
12 ÍA 17 5 1 11 18:36 -18 16
10.08 Víkingur R. 2:4 Stjarnan
10.08 Valur 2:1 Breiðablik
10.08 KA 1:0 ÍBV
10.08 Vestri 3:2 Fram
06.08 Fram 1:1 Stjarnan
06.08 Afturelding 1:1 Vestri
05.08 ÍA 2:2 Valur
03.08 FH 2:2 Víkingur R.
03.08 Breiðablik 1:1 KA
02.08 ÍBV 2:1 KR
28.07 Stjarnan 4:1 Afturelding
27.07 Fram 2:2 Víkingur R.
27.07 Valur 3:1 FH
27.07 Vestri 2:0 ÍBV
26.07 KR 1:1 Breiðablik
20.07 Víkingur R. 1:2 Valur
19.07 KA 2:0 ÍA
19.07 Breiðablik 1:0 Vestri
17.07 Afturelding 1:1 Fram
14.07 ÍA 1:0 KR
14.07 ÍBV 1:0 Stjarnan
13.07 FH 5:0 KA
07.07 FH 1:1 Stjarnan
06.07 KR 1:2 KA
05.07 ÍBV 0:0 Víkingur R.
05.07 ÍA 0:1 Fram
05.07 Vestri 0:2 Valur
03.07 Afturelding 2:2 Breiðablik
29.06 Víkingur R. 2:1 Afturelding
29.06 KR 3:2 FH
29.06 Vestri 0:2 ÍA
29.06 Fram 2:0 ÍBV
27.06 Stjarnan 1:4 Breiðablik
27.06 KA 2:5 Valur
23.06 Breiðablik 1:1 Fram
23.06 Valur 6:1 KR
23.06 ÍBV 1:2 Afturelding
22.06 ÍA 0:3 Stjarnan
22.06 KA 0:2 Víkingur R.
22.06 FH 2:0 Vestri
16.06 Víkingur R. 3:2 KR
15.06 Fram 2:0 FH
15.06 Afturelding 4:1 ÍA
15.06 ÍBV 0:2 Breiðablik
15.06 Vestri 1:0 KA
14.06 Stjarnan 3:2 Valur
02.06 Valur 2:1 Fram
01.06 Breiðablik 3:1 Víkingur R.
01.06 FH 0:0 Afturelding
01.06 ÍA 0:3 ÍBV
01.06 KA 1:1 Stjarnan
01.06 KR 2:1 Vestri
29.05 Stjarnan 4:2 KR
29.05 ÍBV 2:1 FH
29.05 Fram 1:2 KA
29.05 Breiðablik 1:4 ÍA
29.05 Afturelding 0:2 Valur
29.05 Vestri 0:1 Víkingur R.
25.05 FH 2:0 Breiðablik
24.05 Vestri 3:1 Stjarnan
24.05 Víkingur R. 2:1 ÍA
24.05 KA 1:0 Afturelding
24.05 Valur 3:0 ÍBV
23.05 KR 2:3 Fram
19.05 Breiðablik 2:1 Valur
19.05 Stjarnan 2:2 Víkingur R.
19.05 ÍA 1:3 FH
18.05 Afturelding 4:3 KR
18.05 Fram 1:0 Vestri
18.05 ÍBV 0:0 KA
11.05 Víkingur R. 3:1 FH
11.05 KA 0:1 Breiðablik
10.05 Stjarnan 2:0 Fram
10.05 Valur 6:1 ÍA
10.05 KR 4:1 ÍBV
10.05 Vestri 2:0 Afturelding
05.05 Afturelding 3:0 Stjarnan
05.05 Víkingur R. 3:2 Fram
05.05 Breiðablik 3:3 KR
04.05 FH 3:0 Valur
04.05 ÍA 3:0 KA
04.05 ÍBV 0:2 Vestri
28.04 Valur 1:1 Víkingur R.
28.04 Fram 3:0 Afturelding
28.04 Stjarnan 2:3 ÍBV
27.04 KR 5:0 ÍA
27.04 KA 3:2 FH
27.04 Vestri 0:1 Breiðablik
24.04 Afturelding 1:0 Víkingur R.
24.04 ÍBV 3:1 Fram
23.04 Breiðablik 2:1 Stjarnan
23.04 FH 2:2 KR
23.04 ÍA 0:2 Vestri
23.04 Valur 3:1 KA
14.04 KR 3:3 Valur
14.04 Stjarnan 2:1 ÍA
13.04 Víkingur R. 4:0 KA
13.04 Fram 4:2 Breiðablik
13.04 Afturelding 0:0 ÍBV
13.04 Vestri 1:0 FH
07.04 Stjarnan 2:1 FH
07.04 Víkingur R. 2:0 ÍBV
06.04 Fram 0:1 ÍA
06.04 KA 2:2 KR
06.04 Valur 1:1 Vestri
05.04 Breiðablik 2:0 Afturelding
11.08 19:15 FH : ÍA
11.08 19:15 KR : Afturelding
17.08 14:00 ÍBV : Valur
17.08 14:00 Stjarnan : Vestri
17.08 17:00 Afturelding : KA
17.08 18:00 ÍA : Víkingur R.
17.08 19:15 Breiðablik : FH
18.08 19:15 Fram : KR
24.08 17:00 KA : Fram
24.08 18:00 FH : ÍBV
25.08 18:00 KR : Stjarnan
26.08 18:00 Víkingur R. : Vestri
26.08 19:15 Valur : Afturelding
31.08 14:00 Vestri : KR
31.08 14:00 ÍBV : ÍA
31.08 17:00 Afturelding : FH
31.08 17:00 Stjarnan : KA
31.08 19:15 Víkingur R. : Breiðablik
31.08 19:15 Fram : Valur
11.09 17:00 ÍA : Breiðablik
14.09 14:00 Breiðablik : ÍBV
14.09 14:00 FH : Fram
14.09 14:00 KR : Víkingur R.
14.09 14:00 Valur : Stjarnan
14.09 14:00 KA : Vestri
14.09 14:00 ÍA : Afturelding
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Valur 18 11 4 3 46:24 22 37
2 Víkingur R. 18 9 5 4 33:24 9 32
3 Breiðablik 18 9 5 4 30:24 6 32
4 Stjarnan 18 8 4 6 34:30 4 28
5 Vestri 18 8 2 8 19:17 2 26
6 Fram 18 7 4 7 28:25 3 25
7 KA 18 6 4 8 18:32 -14 22
8 ÍBV 18 6 3 9 16:25 -9 21
9 Afturelding 17 5 5 7 20:25 -5 20
10 FH 17 5 4 8 28:25 3 19
11 KR 17 4 5 8 37:40 -3 17
12 ÍA 17 5 1 11 18:36 -18 16
10.08 Víkingur R. 2:4 Stjarnan
10.08 Valur 2:1 Breiðablik
10.08 KA 1:0 ÍBV
10.08 Vestri 3:2 Fram
06.08 Fram 1:1 Stjarnan
06.08 Afturelding 1:1 Vestri
05.08 ÍA 2:2 Valur
03.08 FH 2:2 Víkingur R.
03.08 Breiðablik 1:1 KA
02.08 ÍBV 2:1 KR
28.07 Stjarnan 4:1 Afturelding
27.07 Fram 2:2 Víkingur R.
27.07 Valur 3:1 FH
27.07 Vestri 2:0 ÍBV
26.07 KR 1:1 Breiðablik
20.07 Víkingur R. 1:2 Valur
19.07 KA 2:0 ÍA
19.07 Breiðablik 1:0 Vestri
17.07 Afturelding 1:1 Fram
14.07 ÍA 1:0 KR
14.07 ÍBV 1:0 Stjarnan
13.07 FH 5:0 KA
07.07 FH 1:1 Stjarnan
06.07 KR 1:2 KA
05.07 ÍBV 0:0 Víkingur R.
05.07 ÍA 0:1 Fram
05.07 Vestri 0:2 Valur
03.07 Afturelding 2:2 Breiðablik
29.06 Víkingur R. 2:1 Afturelding
29.06 KR 3:2 FH
29.06 Vestri 0:2 ÍA
29.06 Fram 2:0 ÍBV
27.06 Stjarnan 1:4 Breiðablik
27.06 KA 2:5 Valur
23.06 Breiðablik 1:1 Fram
23.06 Valur 6:1 KR
23.06 ÍBV 1:2 Afturelding
22.06 ÍA 0:3 Stjarnan
22.06 KA 0:2 Víkingur R.
22.06 FH 2:0 Vestri
16.06 Víkingur R. 3:2 KR
15.06 Fram 2:0 FH
15.06 Afturelding 4:1 ÍA
15.06 ÍBV 0:2 Breiðablik
15.06 Vestri 1:0 KA
14.06 Stjarnan 3:2 Valur
02.06 Valur 2:1 Fram
01.06 Breiðablik 3:1 Víkingur R.
01.06 FH 0:0 Afturelding
01.06 ÍA 0:3 ÍBV
01.06 KA 1:1 Stjarnan
01.06 KR 2:1 Vestri
29.05 Stjarnan 4:2 KR
29.05 ÍBV 2:1 FH
29.05 Fram 1:2 KA
29.05 Breiðablik 1:4 ÍA
29.05 Afturelding 0:2 Valur
29.05 Vestri 0:1 Víkingur R.
25.05 FH 2:0 Breiðablik
24.05 Vestri 3:1 Stjarnan
24.05 Víkingur R. 2:1 ÍA
24.05 KA 1:0 Afturelding
24.05 Valur 3:0 ÍBV
23.05 KR 2:3 Fram
19.05 Breiðablik 2:1 Valur
19.05 Stjarnan 2:2 Víkingur R.
19.05 ÍA 1:3 FH
18.05 Afturelding 4:3 KR
18.05 Fram 1:0 Vestri
18.05 ÍBV 0:0 KA
11.05 Víkingur R. 3:1 FH
11.05 KA 0:1 Breiðablik
10.05 Stjarnan 2:0 Fram
10.05 Valur 6:1 ÍA
10.05 KR 4:1 ÍBV
10.05 Vestri 2:0 Afturelding
05.05 Afturelding 3:0 Stjarnan
05.05 Víkingur R. 3:2 Fram
05.05 Breiðablik 3:3 KR
04.05 FH 3:0 Valur
04.05 ÍA 3:0 KA
04.05 ÍBV 0:2 Vestri
28.04 Valur 1:1 Víkingur R.
28.04 Fram 3:0 Afturelding
28.04 Stjarnan 2:3 ÍBV
27.04 KR 5:0 ÍA
27.04 KA 3:2 FH
27.04 Vestri 0:1 Breiðablik
24.04 Afturelding 1:0 Víkingur R.
24.04 ÍBV 3:1 Fram
23.04 Breiðablik 2:1 Stjarnan
23.04 FH 2:2 KR
23.04 ÍA 0:2 Vestri
23.04 Valur 3:1 KA
14.04 KR 3:3 Valur
14.04 Stjarnan 2:1 ÍA
13.04 Víkingur R. 4:0 KA
13.04 Fram 4:2 Breiðablik
13.04 Afturelding 0:0 ÍBV
13.04 Vestri 1:0 FH
07.04 Stjarnan 2:1 FH
07.04 Víkingur R. 2:0 ÍBV
06.04 Fram 0:1 ÍA
06.04 KA 2:2 KR
06.04 Valur 1:1 Vestri
05.04 Breiðablik 2:0 Afturelding
11.08 19:15 FH : ÍA
11.08 19:15 KR : Afturelding
17.08 14:00 ÍBV : Valur
17.08 14:00 Stjarnan : Vestri
17.08 17:00 Afturelding : KA
17.08 18:00 ÍA : Víkingur R.
17.08 19:15 Breiðablik : FH
18.08 19:15 Fram : KR
24.08 17:00 KA : Fram
24.08 18:00 FH : ÍBV
25.08 18:00 KR : Stjarnan
26.08 18:00 Víkingur R. : Vestri
26.08 19:15 Valur : Afturelding
31.08 14:00 Vestri : KR
31.08 14:00 ÍBV : ÍA
31.08 17:00 Afturelding : FH
31.08 17:00 Stjarnan : KA
31.08 19:15 Víkingur R. : Breiðablik
31.08 19:15 Fram : Valur
11.09 17:00 ÍA : Breiðablik
14.09 14:00 Breiðablik : ÍBV
14.09 14:00 FH : Fram
14.09 14:00 KR : Víkingur R.
14.09 14:00 Valur : Stjarnan
14.09 14:00 KA : Vestri
14.09 14:00 ÍA : Afturelding
urslit.net
Fleira áhugavert