Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gerir eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir leikinn gegn Argentínu í lokaumferð milliriðils 4 í Zagreb í Króatíu í dag.
Stiven Tobar Valencia kemur inn í hópinn í dag fyrir Sigvalda Björn Guðjónsson en hann hvílir ásamt Sveini Jóhannssyni.
Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig og þarf að vinna gegn Argentínu ásamt því að treysta á að annaðhvort Egyptaland eða Króatía tapi stigi í sínum leikjum seinna í dag til að eiga möguleika á að komast í átta liða úrslitin.
Leikmannahópur Íslands:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson
Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson
Einar Þorsteinn Ólafsson
Elliði Snær Viðarsson
Elvar Örn Jónsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Haukur Þrastarson
Janus Daði Smárason
Orri Freyr Þorkelsson
Óðinn Þór Ríkharðsson
Stiven Tobar Valenica
Teitur Örn Einarsson
Viggó Kristjánsson
Ýmir Örn Gíslason
Þorsteinn Leó Gunnarsson