Hafsteinn Óli Ramos Roca, leikmaður Gróttu, er í landsliðshópi Grænhöfðaeyja fyrir heimsmeistaramót karla í handknattleik og mætir íslenska landsliðinu í fyrsta leiknum í Zagreb í Króatíu 16. janúar.
Skyttan lék sína fyrstu leiki með liðinu í síðasta mánuði og hefur nú verið valinn í hópinn sem mætir til leiks á HM.
Hafsteinn fékk ríkisborgararétt í sumar en faðir hans er frá Afríkuríkinu en móðir hans er íslensk. Hann er örvhent skytta og lék á sínum tíma með yngri landsliðum Íslands og vann til silfurverðlauna á EM með U18 ára landsliðinu.
Ísland og Grænhöfðaeyjar eru í G-riðli ásamt Slóveníu og Kúbu.