Þýskaland, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, sigraði Brasilíu, 32:25, í vináttulandsleik karla í handknattleik í kvöld en leikið var í Flensburg.
Staðan var jöfn í hálfleik, 13:13, en síðan tók þýska liðið völdin og vann sjö marka skigur.
Renars Uscins, Marko Grgic og Lukas Zerbe voru markahæstir í þýska liðinu með fjögur mörk hver.
Þjóðverjar spila í A-riðli heimsmeistaramótsins í Herning í Danmörku og mæta þar Pólverjum í fyrsta leik sínum á miðvikudagskvöldið kemur.
Tékkland og Sviss eru hin tvö liðin í riðlinum og ljóst er að Þjóðverjar munu mæta dönsku heimsmeisturunum í milliriðli keppninnar, einnig í Herning.