Lærisveinar Dags burstuðu andstæðinga Íslands

Dagur Sigurðsson
Dagur Sigurðsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Króatíska karlalandsliðið í handbolta, undir stjórn Dags Sigurðssonar, vann öruggan sigur á Slóveníu, 33:25, í vináttuleik í Króatíu í kvöld.

Leikurinn var síðasti leikur beggja liða fyrir lokamót HM sem hefst eftir helgi. Var staðan í hálfleik 16:9.

Slóvenía er í G-riðli á HM, ásamt Íslandi, Kúbu og Grænhöfðaeyjum. Efstu þrjú liðin mæta þremur efstu liðunum í H-riðli í milliriðli. Þar eru Króatía, Egyptaland, Argentína og lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert