Portúgalski handknattleiksmaðurinn Miguel Martins verður ekki með portúgalska landsliðinu á HM í Króatíu, Danmörku og Noregi eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Þetta tilkynnti félagslið hans Aalborg á heimasíðu sinni en Martins, sem er 27 ára gamall, er lykilmaður í portúgalska landsliðinu.
Hann er uppalinn hjá Porto í heimalandinu en hefur einnig leikið með Pick Szeged í Ungverjalandi á ferlinum. Hann gekk til liðs við Aalborg fyrir yfirstandandi keppnistímabil.
Portúgal leikur í E-riðli HM í Bærum í Noregi ásamt Noregi, Brasilíu og Bandaríkjunum en Miguel Oliveira hefur verið kallaður inn í portúgalska hópinn í stað Martins.