Gott fyrir sálina að hvíla þýskuna

Teitur Örn Einarsson ræðir við mbl.is.
Teitur Örn Einarsson ræðir við mbl.is. mbl.is/Eyþór Árnason

Teitur Örn Einarsson, landsliðsmaður í handbolta, skipti yfir til Gummersbach frá Flensburg fyrir leiktíðina en bæði lið leika í efstu deild Þýskalands.

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, og Elliði Snær Viðarsson leikur einnig með liðinu.

„Lífið er mjög gott í Gummersbach. Ég fíla mig rosalega vel þarna. Gaui er frábær þjálfari, öll aðstaða mjög góð og liðið geggjað. Ég fíla strákana í liðinu mjög vel og þeir eru flestir á svipuðum aldri og ég. Þetta er ungt og skemmtilegt lið.

Svo er Elliði og Gaui þarna með konuna sína og börnin. Það er skemmtilegt lítið íslenskt samfélag þarna. Það gefur manni mikið að geta kíkt í kaffi og spjallað á íslensku. Það gefur mikið fyrir sálina að losna úr þýskunni og spjalla á íslensku,“ sagði Teitur við mbl.is frá hóteli landsliðsins í Zagreb.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert