Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson mætast á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í H-riðli keppninnar í Zagreb í Króatíu í kvöld.
Dagur stýrir króatíska landsliðinu á meðan Aron stýrir Barein en liðin leika saman í H-riðlinum ásamt Egyptalandi og Argentínu.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma en þrjú efstu lið H-riðils komast áfram í milliriðil fjögur, ásamt þremur efstu liðum G-riðils, þar sem Ísland leikur.