Hefði hlaupið fyrir lest fyrir Alfreð Gíslason

„Hann var stórkostlegur og líklega einn besti þjálfari sem sem ég hef haft,“ sagði handknattleiksmaðurinn fyrrverandi Sigfús Sigurðsson í Dagmálum.

Sigfús, sem er 49 ára gamall, er af mörgum talinn einn besti línumaður sem Ísland hefur átt en hann vann til silfurverðlauna með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

Góður vinur

Sigfús lék með þýska stórliðinu Magdeburg á árunum 2002 til 2006 og þar lék hann undir stjórn Alfreðs Gíslasonar sem stýrir núna þýska landsliðinu.

„Hann var góður vinur og hann var þannig þjálfari að ef hann hefði beðið okkur um það að hlaupa fyrir lest til þess að stoppa hana þá hefðum við gert það,“ sagði Sigfús.

„Ef það klikkaði eitthvað og menn gerðu upp á bak í leikjum þá var það bara rætt inn í klefa, aldrei í fjölmiðlum. Hann lagði þá leikinn vitlaust upp og tók það á sig,“ sagði Sigfús meðal annars.

Viðtalið við Sigfús í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Alfreð Gíslason hefur stýrt þýska landsliðinu frá árinu 2020.
Alfreð Gíslason hefur stýrt þýska landsliðinu frá árinu 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert