Danmörk á toppnum - Svíþjóð í milliriðlana

Emil Jakobsen gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk …
Emil Jakobsen gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk í kvöld. AFP/Bo Amstrup

Danmörk endar á toppi B-riðils eftir öruggan sigur gegn Ítalíu, 39:20, á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld.

Danmörk er með sex stig á toppnum en Ítalía er í öðru sæti með fjögur stig. Þau fara bæði í milliriðlana ásamt Túnis sem hafnaði í þriðja sæti með tvö stig.

Emil Jakobsen og Simon Pytlick voru markahæstir með níu mörk hvor fyrir Danmörku. Í liði Ítala var Umberto Bronzo markahæstur með fjögur mörk

Svíþjóð og Katar í milliriðlana

Svíþjóð hefur tryggt sér sæti í milliriðlinum eftir stórsigur gegn Síle, 42:30, í F-riðli í kvöld.

Svíþjóð er á toppi riðilsins með fjögur stig, jafnmörg stig og Spánn í öðru sæti. Síle og Japan eru bæði án stiga í riðlinum en þau mætast í síðasta leik riðilsins og mun sigurvegarinn úr þeirri viðureign komast í milliriðlana.

Felix Moller var markahæstur í leiknum en hann skoraði 10 mörk fyrir Svíþjóð. Erwin Feuchtmann Perez skoraði sjö mörk fyrir Síle.

Að lokum er Katar komið í milliriðlana eftir nauman sigur gegn Kúveit, 25:22, í C-riðli í kvöld.

Katar endar í þriðja sæti riðilsins með tvö stig en Kúveit er á botninum án stiga. Frakkland vann riðilinn sannfærandi með fullt hús stiga og Austurríki hafnaði í öðru sæti með fjögur stig.

Zarko Markovic skoraði sjö mörk fyrir Katar. Abdulaziz var markahæstur með átta mörk fyrir Kúveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka