Aron þurfti að sannfæra Snorra

Aron kampakátur eftir leik í gær.
Aron kampakátur eftir leik í gær. mbl.is/Eyþór Árnason

Aron Pálmarsson lék sinn fyrsta leik á HM í handbolta í stórsigrinum á Kúbu í gærkvöldi en Aron hefur verið að glíma við meiðsli á undanförnum vikum.

Upprunalega var haldið að Aron yrði frá keppni þar til í milliriðli en fyrirliðinn hefur jafnað sig hratt og vel. Aron þurfti þó að sannfæra þjálfarann Snorra Stein Guðjónsson að hann væri klár í slaginn.

„Snorri var jákvæður við mig þótt það hefði verið helvíti þreytt að fara í kálfanum á móti Kúbu.

Mér fannst ég klár, fékk grænt frá læknateyminu og þá þurfti ég bara að sannfæra Snorra. Ég vildi finna harpixið og dúkinn. Hann gaf mér grænt ljós og ég er ánægður með það,“ sagði Aron við mbl.is eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert