Luka Cindric, einn af lykilmönnum Króatíu í handknattleik, tekur ekki frekari þátt á HM 2025 í handbolta vegna meiðsla.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu, greindi frá því í samtali við Vísi að þátttöku Cindric á mótinu sé lokið.
Áður hafði annar lykilmaður liðsins, Domagoj Duvnjak, meiðst og leikur sömuleiðis ekki meira á heimsmeistaramótinu, þar sem Króatar leika á heimavelli.
Króatía hafnaði í öðru sæti í H-riðli og fer í milliriðil 4 þar sem liðið mun meðal annars mæta Íslandi.