Grænhöfðaeyjar og Síle urðu tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik.
Grænhöfðaeyjar sigruðu Kúbu, 38:28, í lokaumferðinni í riðli Íslands, G-riðlinum og fara því í milliriðil fjögur, án stiga, Liðið tekur með sér tapleikina gegn Íslandi, 34:21, og Slóveníu, 36:24. Kúba fer í Forsetabikarinn.
Síle vann Japan, 31:26, í lokaumferð F-riðils og fer því í milliriðil þrjú, án stiga. Sílebúar taka með sér tvo tapleiki, 42:30 gegn Svíþjóð og 31:22 gegn Spáni. Japanir fara í Forsetabikarinn.