Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru herbergisfélagar á HM í handbolta.
„Við erum mjög rólegir félagarnir,“ sagði Viktor Gísli um herbergisfélagana í samtali við mbl.is.
En myndi hann breyta einhverju við herbergisfélagann?
„Hann sefur helvíti laust. Ég tala víst í svefni og þá vaknar hann. Hann er alltaf með koddann á sér þegar ég vakna, að reyna að loka á hljóðin í mér. Það má ekki vera ljós eða neitt, hann er viðkvæmur í svefni.
Ég er alltaf að bulla eitthvað. Ég labba ekki í svefni en ég tala mikið, hlæ og svona. Hann fær að upplifa það,“ sagði Viktor brosandi.
„Hann talar mjög mikið í svefni og sest jafnvel upp á meðan hann sefur enn þá. Annars er mjög þægilegt hjá okkur og gott að vera með honum í herbergi,“ sagði Elvar við mbl.is.